Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 13:43 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. „Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
„Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira