Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:56 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. „Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
„Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira