Þyrluflug yfir gosstöðvar Oddur Ævar Gunnarsson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 17:26 Strax er eldgosið við Litli-Hrút orðið að miklu sjónarspili. vísir/vilhelm Vísir var í beinni útsendingu frá þyrluflugi yfir nýjum gosstöðvum á Reykjanesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Sigurjón Guðni Ólason myndatökumaður voru um borð í þyrlu Norðurflugs yfir gosinu og lýsti Kristján því sem fyrir augu og eyru bar. Útsendingu er nú lokið en horfa má á brot af því besta í spilaranum. Hér fyrir neðan má svo sjá útsendinguna í heild sinni. Klippa: Þyrluflug Kristjáns Más yfir glænýtt gosið Þriðja eldgosið á jafnmörgum árum Þriðja eldgosið er nú hafið á Reykjanesinu á um tveimur árum og fjórum mánuðum. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem varði í yfir þrjár vikur en þá voru 800 ár liðin frá síðustu eldsumbrotum á svæðinu. Var eldgosið 2021 því merki um nýtt virknitímabil á Reykjanesi sem sérfræðingar telja að gæti varið í langan tíma. Eftir þægilegt og stóráfallalaust gos hætti hraunflæði úr gígnum um hálfu ári síðar þann 18. september 2021. Eldgos hófst svo í Meradölum þann 3. ágúst í fyrra á nálægu svæði nálægt Fagradalsfjalli, þá í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hafði ágerst í nokkrar vikur. Eldgosið í Meradölum stóð yfir í um átján daga og varði því í mun styttri tíma en eldsumbrotin árið 2021. Yfirstandandi skjálftahrina á Reykjanesi hófst þann 4. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðdragandinn að nýja eldgosin eru töluvert styttri í þetta skiptið. Náði skjálftahrinan ákveðnum hápunkti klukkan 22:23 í gær þegar stærsti jarðskjálftinn til þessa lét finna fyrir sér víða um land en hann var 5,2 að stærð. Innan við sólarhring síðar var farið að bera á eldvirkni við Keili. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent