Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2023 23:07 Magnús Tumi segir sennilegt að kvikan komi hraðar upp en áður og sé gasríkari en áður. Vísir/Vilhelm Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna greindi frá því á fundinum að ákveðið hafi verið að loka fyrir aðgengi fólks að gossvæðinu, hættulegt sé að vera þar vegna gasmengunar. Þá biðlaði hún til fólks sem þegar hafði gert sér leið þangað að snúa aftur. Minnir á gosið í Holuhrauni en er þó stærra Magnús Tumi , prófessor í jarðeðlisfræði, sagði um að ræða mikið stærra gos en árin 2021 og 2022 enn sem komið er. Gæti það verið tíu sinnum stærra en upphaf fyrsta gossins árið 2021 og þrisvar til fjórum sinnum stærra en gosið í Meradölum í fyrra. Magnús segir gasmökkinn frá gosinu minna sig á eldgosið í Holuhrauni árið 2014.Skjáskot Magnús sagði greinilegt að gosið væri að þróast mjög mikið. Til að mynda leggi mikinn gasmökk frá gosinu og sé hann margfaldur á við hin gosin. Þar komi líklega tvennt til, Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp og sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp. Magnús segir að gasmökkurinn minni töluvert á það sem hann sá í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þá sagði Magnús það geta verið mjög hættulegt að nálgast gosið. Þess vegna eigi enginn erindi þarna nema með fullkominn búnað til að verjast gasi, sem ferðamenn hafi ekki. Hann sagðu lögregluna hafa tekið hárrétta ákvörðun á þessum tímapunkti um að loka svæðinu. Kristín sagði hættusvæðið vera stórt.Skjáskot Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, sagði hættusvæðið vera töluvert stórt og stærra en hraunsprungan því taka þurfi inn í myndina hvar hraunið komi til með að flæða og að kvikugangurinn sé lengri en gossprungan. Talið sé að hann nái að Keili og líklega undir Keili. Elín sagði veðuraðstæður hvað gasið varðar muni batna síðdegis á morgun og annað kvöld.Skjáskot Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, árétti að mjög mikil gasmengun komi frá þessu gosi og ítrekaði að fólk eigi að fylgja lokunum og viðvörunum almannavarna. Þá sagði hún að veðrið á morgun verði svipað fram á síðdegi og annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Þá verði því mikið betri aðstæður hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira