„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 08:38 Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, var forstjóri N1 árin 2006 til 2012. Vísir/Vilhelm Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“ Bensín og olía Hrunið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“
Bensín og olía Hrunið Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira