Hækkun launa í Vinnuskólanum ekki forgangsmál Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 22:10 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (f.m.) ásamt Einari Þorsteinssyni (t.v.) og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.h) þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Vísir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar segir hækkun launa unglinga í Vinnuskólanum ekki forgangsmál. Það sé ánægjuefni að skólanum hafi verið haldið gangandi í miklum hagræðingaraðgerðum borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“ Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu í dag yfir vonbrigðum með að meirihluti borgarstjórnar hafi fellt tillögu um að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur um 9 prósent milli ára. Slík launafrysting væri blaut tuska í andlit yngsta starfsfólks borgarinnar. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að meirihlutinn teldi sig hafa fundið „breiðu bökin, sem eigi að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna.“ Þórdís Lóa á sæti í borgarráði, þar sem tillagan var felld. „Við höfum undanfarið verið í miklum hagræðingaraðgerðum og erum að horfa í allar krónur. Við grundvöllum allar okkar ákvarðanir á grunnþjónustu og öðrum verkefnum höfum við haldið áfram, eins og menningu, tómstundum og frístunum. Það er ákvörðun á hverjum tíma hversu mikið er lagt í vinnuskólann, sem er ekki grunnþjónusta.“ Hún segist glöð með að borgin geti yfir höfuð boðið upp á Vinnuskólann fyrir alla aldursflokka. „Við þekkjum þá tíma frá hruninu þegar það þurfti að draga í land með það. Ég held að það sé frábært starf unnið í Vinnuskólanum og launin voru hækkuð í fyrra, þá voru þau leiðrétt. Það er bara gott mál að við gátum haldið þessu öllu gangandi. En að hækka launin akkúrat í dag er ekki forgangsmál, en það er forgangsmál að halda þessum krökkum í vinnu.“ Fjallað hefur verið um að unglingar í Vinnuskólanum hafi hafið störf í júní án þess að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggi fyrir. Borgarfulltrúar í minnihlutanum hafa gagnrýnt vinnubrögð borgarinnar hvað Vinnuskólann varðar. Illa sé komið fram við unglingana, sem séu að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Þórdís Lóa segir ekki rétt að upplýsingar um kjör hafi ekki legið fyrir. „Launin voru ákvörðuð og hækkuð í fyrra. Við hagræddum um marga milljarða og þetta var eitt af því sem var ekki lagt niður. Þannig ég er bara glöð að þessu sé haldið gangandi.“
Borgarstjórn Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Reykjavík Verðlag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58 Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9. júní 2023 16:58
Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. 16. júní 2023 14:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent