Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Oddur Ævar Gunnarsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 17. júlí 2023 21:24 Ótrúlegar drónamyndir Björns Steinbekks af gosinu við Litla Hrút sýna að enn er töluverð virkni. Björn Steinbekk Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að yfirvöld hafi gert ráð fyrir því að allt myndi fyllast af ferðalöngum um leið og gossvæðið yrði opnað. Sáu eldgosið síðasta daginn á Íslandi Fréttastofa ræddi við ferðamennina Ninu og Volgert. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður. „Við vorum heppin því þetta er síðasti dagur okkar á Íslandi. Við héldum að við myndum missa af gosinu en svo var gönguleiðin opnuð nú síðdegis.“ Voruð þið lengi að ganga? „Já, tvo og hálfan tíma. Við gengum tíu kílómetra leiðina.“ Hvað finnst ykkur um þetta? „Þetta er magnað. Mjög fallegir litir,“ segir parið sem segir ekki spurning um það að ferðin muni reynast ógleymanleg. Vísindamenn fylgjast vel með gosinu. Svo virðist vera sem hraunflæðið hafi minnkað en ótrúlegt myndband Björns Steinbekks drónamyndatökumanns af gosinu sýnir að enn er þó töluverður kraftur í því. Vinna í slökkvistörfum með „Við erum eins og komið hefur fram enn að vinna í slökkvistörfum svo við erum að reyna að gera þetta samtímis. En þetta hefur gengið alveg ágætlega,“ segir Hjálmar. Á korti sem almannavarnir hafa birt af gossvæðinu er tekið fram að bannað sé að fara alveg upp að eldsstöðinni. Fólk getur því einungis séð gosið úr rúmlega einni og hálfs kílómetra fjarlægð. „Það er bannsvæði alveg inn að Keili þar sem kvikugangurinn er. Við tókum ákvörðun um að opna þarna þannig að fólk kemst að sjá þetta. Ekki á þeim útsýnisstað sem við áætluðum í fyrstu en með því að fólk virði þetta þá getur þetta gengið upp svona og mér vitanlega hefur þetta gengið bara ágætlega í dag.“ Kortið sýnir þær gönguleiðir sem almenningur getur farið að gosinu, meðal annars gönguleiðir úr fyrri gosum á Reykjanesskaga.Almannavarnir Þið bjóðið upp á fleiri en eina gönguleið? „Já vissulega. Við erum með þessa Meradalaleið sem er þægilegust á fótinn. Þetta er níu kílómetrar til að fara sem næst. Það sést nú eitthvað eftir fimm kílómetra, þá er hægt að sjá gíginn. En við erum með gönguleiðir A og C sem er Langihryggur og svo upp á Fagradalsfjall sem við vorum að nota í fyrri gosum og einhverjir hafa valið að fara þá leiðir.“ Hjálmar segir að allt hafi gengið að óskum í dag. Yfirvöld hafi unnið gott starf á meðan lokað var, lagað veginn, bætt aðbúnað á svæðinu og komið upp skiltum. En fréttir bárust í dag af því að þið væruð að leita að fólki? „Það var í dag. Þá hafði aðili gengið frá Höskuldarvöllum og lent í einhverjum vandræðum. Það gekk fljótt fyrir sig eftir að við fengum mannskap til að leita að honum og þá gekk það bara vel.“ Hvað er áætlað að fólk sé lengi að fara þessa leið? „Þetta er örugglega tveggja tíma gangur, þessir átta kílómetrar. Þetta er svona fjögurra, fimm tíma ferðalag með setu inn frá og horfa á gíginn og hraunána.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira