Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 20:15 Frá því samkomulag Sameinuðu þjóðanna með milligöngu Tyrkja var gert um útflutning á korni og ánburði frá Úkraínu var gert í fyrra haust hafa milljónir tonna af korni borist þaðan til ríkja víðs vegar um heim. Nú hafa Rússar gert stórfellda loftárás á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu. AP/Vadim Ghirda Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum að Odessa í nótt. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Drónar og eldflaugar sem komust í gegn ollu töluverðu tjóni á hafnarsvæðinu í borginni, sem er stærsta útflutningshöfn Úkraínu. Sprengingarnar ollu einnig skemmdum á stóru fjölbýlishúsi í Odessa. Kona sem býr í húsinu lýsir árásinni svona: „Ég var að horfa á sjónvarpið og gluggarnir þeyttust á rúmið við hliðina á mér. Sírenan fór allt í einu í gang og svo gerðist það. Rúðurnar lentu þarna og gluggapóstarnir þarna. Bíllinn var allur í klessu," sagði konan þar sem hún stóð í gluggakarmi. Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Rússa ljúga því að Vesturlönd hafi bannað útflutning þeirra á korni og annarri matvöru og þess vegna hafi þeir slitið samkomulaginu um útflutning Úkraínumanna. „Það er ljóst að Rússar halda áfram að nota mat sem hernaðarvopn. Að þessu sinni bitna áhrifin ekki aðeins á Úkraínumönnum heldur einnig á heimsframboði á mat og verði. 65% þessara sendinga hafa farið til viðkvæmustu landa og þjóða heims. Heimsbyggðin á ekki að láta nýjustu lygar Moskvu blekkja sig.," segir Miller. Úkraína hefur verið kölluð ein af brauðkörfum heimsins. Korn þaðan skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi margra fátækustu landa Afríku og Asíu.AP Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland hafi greitt götu útflutnings Rússa á matvælum. Þeir hafi hagnast mikið á þeim útflutningi síðast liðið ár en reyni að þrýsta á Vesturlönd að aflétta öðrum refsiaðgerðum sem bíti á þá. Leo Varadkar forseti Írlands heimsótti Volodymyr Zelenski forseta Úkraínu í Kænugarði í dag og ítrekaði stuðningi Íra við Úkraínu.AP/Clodagh Kilcoyne Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir hins vegar að herða þurfi refsiaðgerðirnar. Rússar fái enn íhluti í eldflaugar frá Vesturlöndum og dróna frá Íran sem geri þeim kleift að fremja hryðjuverk í Úkraínu. „Þeir nota íhluti frá löndum hins frjálsa heims. Allar slíkar staðreyndir styðja rök okkar fyrir því að núverandi refsiagðerðir og þrýstingur gegn Rússlandi dugar ekki. Ríki heimsins verða að takmarka viðskiptatengsl við hryðjuverkaríkið svo að enga íhluti frá hinum frjálsa heimi verði hægt að nota til hryðjuverka," segir forseti Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum að Odessa í nótt. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Drónar og eldflaugar sem komust í gegn ollu töluverðu tjóni á hafnarsvæðinu í borginni, sem er stærsta útflutningshöfn Úkraínu. Sprengingarnar ollu einnig skemmdum á stóru fjölbýlishúsi í Odessa. Kona sem býr í húsinu lýsir árásinni svona: „Ég var að horfa á sjónvarpið og gluggarnir þeyttust á rúmið við hliðina á mér. Sírenan fór allt í einu í gang og svo gerðist það. Rúðurnar lentu þarna og gluggapóstarnir þarna. Bíllinn var allur í klessu," sagði konan þar sem hún stóð í gluggakarmi. Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Rússa ljúga því að Vesturlönd hafi bannað útflutning þeirra á korni og annarri matvöru og þess vegna hafi þeir slitið samkomulaginu um útflutning Úkraínumanna. „Það er ljóst að Rússar halda áfram að nota mat sem hernaðarvopn. Að þessu sinni bitna áhrifin ekki aðeins á Úkraínumönnum heldur einnig á heimsframboði á mat og verði. 65% þessara sendinga hafa farið til viðkvæmustu landa og þjóða heims. Heimsbyggðin á ekki að láta nýjustu lygar Moskvu blekkja sig.," segir Miller. Úkraína hefur verið kölluð ein af brauðkörfum heimsins. Korn þaðan skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi margra fátækustu landa Afríku og Asíu.AP Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland hafi greitt götu útflutnings Rússa á matvælum. Þeir hafi hagnast mikið á þeim útflutningi síðast liðið ár en reyni að þrýsta á Vesturlönd að aflétta öðrum refsiaðgerðum sem bíti á þá. Leo Varadkar forseti Írlands heimsótti Volodymyr Zelenski forseta Úkraínu í Kænugarði í dag og ítrekaði stuðningi Íra við Úkraínu.AP/Clodagh Kilcoyne Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir hins vegar að herða þurfi refsiaðgerðirnar. Rússar fái enn íhluti í eldflaugar frá Vesturlöndum og dróna frá Íran sem geri þeim kleift að fremja hryðjuverk í Úkraínu. „Þeir nota íhluti frá löndum hins frjálsa heims. Allar slíkar staðreyndir styðja rök okkar fyrir því að núverandi refsiagðerðir og þrýstingur gegn Rússlandi dugar ekki. Ríki heimsins verða að takmarka viðskiptatengsl við hryðjuverkaríkið svo að enga íhluti frá hinum frjálsa heimi verði hægt að nota til hryðjuverka," segir forseti Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20