Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 11:36 Í dag verður Vigdíarvallaleið opnuð að gosinu. Þar er þó engin merkt gönguleið og gangan talsvert erfiðari en frá Suðurstrandavegi. Vísir/Arnar Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56