Fær rúmar hundrað milljónir í skaðabætur frá McDonald's Máni Snær Þorláksson skrifar 20. júlí 2023 21:48 Olivia Caraballo og móðir hennar Philana Holmes í dómssal. AP/Amy Beth Bennett McDonald's þarf að greiða ungri stúlku frá Flórída í Bandaríkjunum bætur upp á átta hundruð þúsund dali, sem samsvarar rúmum hundrað milljónum í íslenskum krónum. Ástæðan er sú að stúlkan fékk annars stigs bruna eftir að kjúklinganaggi úr barnaboxi datt á hana. Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali. Bandaríkin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Olivia Caraballo var fjögurra ára gömul þegar hún brann vegna naggans en það gerðist árið 2019. Philana Holmes, móðir Caraballo, hafði keypt tvö barnabox í lúgunni á McDonalds, eitt fyrir dóttur sína og annað fyrir son sinn. Þegar Holmes keyrði í burtu frá lúgunni féll einn naggi á innra læri stúlkunnar og öskraði hún í kjölfarið. Nagginn hafði dottið á milli lærisins og bílbeltisins. Caraballo fékk brunasár vegna naggans sem tók um þrjár vikur að gróa. Eftir situr þó ör sem stúlkan hefur sagst vilja losna við. Holmes sagði fyrir dómi að McDonald's hafi aldrei varað hana við að maturinn væri óvenjulega heitur. Á móti sögðu lögmenn McDonald's að maturinn yrði að vera nógu heitur til að koma í veg fyrir salmonellusýkingar, það sem gerist eftir að maturinn er kominn út um lúguna sé ekki á þeirra ábyrgð. Báðar hliðar voru sammála um að brunasárið hafi verið af völdum naggans. Lögmenn stúlkunnar vildu þó meina að nagginn hafi verið yfir 93 gráður á selsíus en lögmenn McDonald's sögðu að hann hafi ekki verið meira en 71 gráða. „Hún fer ennþá á McDonald's“ Lögmenn stúlkunnar og fjölskyldu hennar kröfðust fimmtán milljóna dala, tæpum tveimur milljörðum í íslenskum krónum, í skaðabætur. Hins vegar færðu Lögmenn McDonald's rök fyrir því að óþægindi stúlkunnar hefðu liðið undir lok þegar sárið var búið að gróa. Móðir hennar væri sú sem hefði áhyggjur af örinu og að 156 þúsund dalir væru nægilegar skaðabætur. „Hún fer ennþá á McDonald's, hún biður ennþá um að fara á McDonald's, hún fer ennþá í bílalúguna með móður sinni og fær nagga,“ sagði Jennifer Miller, lögmaður McDonald's, fyrir dómi. Að lokum fór það svo að McDonald's var gert að greiða Caraballo fjögur hundruð þúsund dali í skaðabætur fyrir síðustu fjögur ár og svo fjögur hundruð þúsund dali í viðbót fyrir framtíðina. Alls eru þetta átta hundruð þúsund dalir sem samsvara um 105 milljónum í íslenskum krónum. Brenndi sig illa á sjóðheitu kaffi Málið svipar nokkuð til annars máls sem vakti mikla athygli á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá var hinni 81 árs gömlu Stellu Liebeck dæmdar 2,7 milljónir dala í skaðabætur eftir að hún fékk sjóðandi heitt kaffi frá McDonalds yfir sig. Kaffið helltist yfir fætur Liebeck, klof hennar og rasskinnar með þeim afleiðingum að hún fékk þriðja stigs bruna. Þá þurfti hún að dvelja í rúmlega viku á spítala. Liebeck ætlaði upphaflega ekki að fara í mál við skyndibitastaðinn. Hún bað McDonalds's einfaldlega um að greiða sjúkrakostnaðinn vegna brunans. McDonald's tók það hins vegar ekki í mál og endaði þetta með því að tekist var á um málið í dómssal. Sem fyrr segir átti Liebeck að fá tæpar þrjár milljónir dala en sú upphæð var síðar lækkuð í 480 þúsund dali.
Bandaríkin Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira