Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Støre segir af sér Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 15:43 Ríkisstjórn Noregs við stjórnarskipti i nóvember 2021. Fjórir ráðherrar stjórnarinnar hafa nú sagt af sér. EPA Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Moe sagði af sér á blaðamannafundi sem fram fór fyrir skömmu. NRK greindi frá hneyksli Moes fyrr í dag. Þar segir að í janúar hafi Moe setið á ríkisstjórnarfundi þar sem ákveðið var að semja við vopnaframleiðandann Nammo um kaup ríkisins á búnaði fyrir marga milljarða dollara. Vikuna áður hafði Moe keypt hlut í fyrirtækinu Kongsberg Gruppen, sem á fjórðungshlut í Nammo. Þá braut ráðherrann að auki reglur þegar hann sat ríkisstjórnarfund síðastliðinn 30. mars þegar ákveðið var að stækka umfang samningsins við Nammo. Telst hann hafa verið vanhæfur til þess að koma að þeirri ákvörðun vegna hagsmuna hans. Baðst fyrirgefningar Moe gekkst við því að hafa í tvígang brotið verklagsreglur. „Þetta er rosalega vandræðalegt mál og alvarlegt. Þetta þýðir að heilindi mín sem ráðherra geta verið dregin í efa. Þetta eru aðstæður sem ég hefði mjög vel viljað komast hjá og ég biðst innilegrar fyrirgefningar,“ sagði ráðherrann í samtali við NRK. Ráðherrann er nú sá fjórði í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre sem segir af sér síðan ríkisstjórnin var sett saman í nóvember árið 2021. Kunnuglegt stef Tæpur mánuður er síðan Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttisráðherra Noregs, sagði af sér eftir að upp komst að hún hafði skipað vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Í sömu viku baðst Tonje Brenna, menntamálaráðherra Noregs, afsökunar fyrir að hafa veitt góðvini sínum stjórnarsæti hjá ríkisstofnun. Þá sagði Hadia Tajik, þáverandi vinnumálaráðherra, af sér í mars í fyrra þegar í ljós kom að hún hafði misnotað íbúðafríðindi ráðherra. Mánuði síðar sagði Odd Roger Enoksen, þáverandi varnarmálaráðherra af sér þegar upp komst að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi með átján ára stelpu árið 2005, þegar Enoksen var sjálfur fimmtugur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira