„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. júlí 2023 12:31 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lokað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan sex í kvöld eftir að erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki á svæðinu í gær. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum frá því í morgun segir að viðbragðsaðilar hafi ekki tíma til að eltast við einstaklinga með lélega dómgreind allan sólarhringinn. Krefjandi hópur Í samtali við fréttastofu segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að þarna sé ekki um að ræða stóran hóp en vissulega mjög krefjandi hóp. „Stundum er þetta þannig að fólk kemst inn á hættusvæði og bregst illa við fyrirmælum björgunarsveitarmanna og lögreglu. Til að mynda í gærkvöldi þá náðist það með erfiðismunum að fá þetta fólk til baka. Það var raunveruleg hætta á ferðum og við höfðum af þessu miklar áhyggjur. Ég veit ekki betur en að þetta hafi allt staðið vel en kallar á viðbrögð af okkar hálfu,“ segir Úlfar. Kostnaðarsöm gæsla Þeir sem áttu erfitt með að fara eftir fyrirmælum í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn en segir Úlfar atvik sem þetta kalla á breytt verklag af hálfu viðbragðsaðila. „Það líka skiptir máli fyrir okkur að þurfa ekki að manna vaktir þarna allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað líka mjög kostnaðarsamt, þetta er dýrt fyrir ríkið að halda úti þessu eftirliti. Mér þykir ekki óeðlilegt að við eigum eftir að sjá aðeins breyttar framkvæmdir hvað varðar aðgengi að þessu gosi,“ segir Úlfar. „Enda í sjálfu sér að ástæðulaust að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðum 24 tíma sólarhringsins.“ Gosmóðan sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu er ekki talin vera á leiðinni burt, líklega ekki fyrr en á þriðjudag. Í morgun var móðan í mun minna magni en samkvæmt nýjustu dreifingarspá mun hún líklegast koma til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni er það þó ómögulegt að segja til um enda margir hlutir sem spila inn í.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11