Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 15:01 Móðan liggur yfir Önundarfirði, birgir fjallasýn og ertir augun. Halla Signý Kristjánsdóttir Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. „Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu. Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu.
Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35