Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2023 19:15 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira