í tilkynningu frá Marel segir að fyrirtækið hafi hannað og sett upp ellefu hátækniverksmiðjur fyrir Muyuan til framleiðslu á svínakjöti frá árinu 2020. „Þessar verksmiðjur byggja á hátæknilausnum fyrir svínakjöt Marel, þ.á.m. hinum byltingarkenndu M-Line róbótum og vörustjórnunarkerfi Innova, sem bæta rekstrarhagkvæmni, hraða og rekjanleika,“ segir í tilkynningu.
Muyuan Foods Co. var stofnað með það að leiðarljósi að tryggja aðgengi fólks að öruggu svínakjöti. Á árinu 2022 námu rekstrartekjur fyrirtækisins 17,6 milljörðum Evra.
Þá segir að með stefnumarkandi samstarfi fyrirtækjanna muni samþætta virðiskeðju svínakjöts allt frá fóðri til tilbúinna neysluvara. Það feli í sér frekari fjárfestingu í frumvinnslu og áframvinnslu með áherslu á vörur tilbúnar fyrir neytendamarkað sem höfða til kínverskra neytenda.
„Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Muyuan og útvíkka það enn frekar á stefnumarkandi hátt. Saman munum við þróa og kynna nýjar hátæknilausnir fyrir kínverskan markað fyrir öruggar hágæða svínakjötsafurðir sem eru á viðráðanlegu verði og framleiddar á sjálbæran hátt. Með því að sameina krafta okkar munum við halda áfram að umbylta matvælavinnslu og stuðla að enn frekari sjálfvirkni, stafrænni þróun og sjálfbærni í vinnslu svínakjöts í Kína,“ sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.