Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 16:22 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Íslandsbanki er seinastur þriggja stóru viðskiptabankanna til að birta árshlutauppgjör sitt. Á dögunum var tilkynnt að Arion banki hafi hagnast um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og Landsbankinn um 14,5 milljarða á sama tímabili. Hluthafafundur Íslandsbanka fer fram á morgun en boðað var til hans í kjölfar þess að Íslandsbanki gerðist sekur um lögbrot við sölu á hlutum í bankanum. Á hluthafafundinum verður ný stjórn bankans kjörin en formaður og varaformaður stjórnar hafa ákveðið að stíga til hliðar. Á öðrum ársfjórðungi jukust hreinar vaxtatekjur Íslandsbanka um 23,0% á milli ára og námu 12,6 milljörðum króna, samanborið við 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hreinar þóknanatekjur jukust um 4,6% á milli ára og námu samtals 3,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Íslandsbanka. Vaxtamunur var 3,2% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 2,9% á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þá jukust útlán til viðskiptavina um 18,8 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 1,5% og voru 1.238 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs 2023. Eiginfjárhlutfall bankans eykst Aukning á innlánum frá viðskiptavinum á öðrum ársfjórðungi nam 16,6 milljörðum króna eða um 2,1%. Innlán voru 817 milljarðar króna í lok fjórðungsins. Eigið fé bankans nam 215,5 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 218,9 milljarða króna í lok árs 2022. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,2% í lok annars ársfjórðungs, samanborið við 22,2% í árslok 2022. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 20,0%, samanborið við 18,8% í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár á öðrum ársfjórðungi var 11,5% á ársgrundvelli og telst yfir fjárhagslegum markmiðum stjórnenda bankans. Hagur Íslandsbanka vænkaðist milli ára.Vísir/Egill Stjórnunarkostnaður hækkar Hrein fjármagnsgjöld námu 559 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við fjármunatekjur að fjárhæð 208 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Stjórnunarkostnaður nam 6,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, ef frá er talin gjaldfærsla vegna stjórnvaldssektar sem nam 860 milljónum króna, samanborið við 6,0 milljarða króna stjórnunarkostnað á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um er að ræða 11,7% hækkun stjórnunarkostnaðar milli ára. Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að kostnaðarhlutfall bankans hafi verið 42,6% á öðrum ársfjórðungi og lækkað úr 42,7% frá fyrra ári. Hlutfallið er reiknað án bankaskatts og einskiptiskostnaðar, þar með talið 860 milljónum króna sem voru gjaldfærðar vegna stjórnvaldssektar. Jákvæð virðisrýrnun nam 1.245 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, og má að sögn stjórnenda helst rekja til þess að virðisrýrnun nokkurra lánamála var færð til baka vegna góðra horfa í ferðamannaþjónustu. Virðisrýrnunin var jákvæð um 575 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Biðjast afsökunar á framkvæmd útboðsins Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að stærsta áskorun bankans á öðrum ársfjórðungi hafi verið sú niðurstaða fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands að starfsmenn hafi brotið lög við sölu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Íslandsbanki lýkur málinu með sátt við Seðlabankann og greiðslu 1,2 milljarða króna sektar. „Við hörmum þá ágalla sem voru á framkvæmd bankans vegna útboðsins og biðjumst afsökunar á þeim. Mikil vinna hefur staðið yfir til að mæta úrbótarkröfum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og mun sú vinna halda áfram næstu misserin,“ er haft eftir Jóni í tilkynningu. Það var niðurstaða fjármálaeftirlitsins að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Birna Einarsdóttir hætti sem bankastjóri Íslandsbanki í lok júní eftir mikla umræðu um framgöngu Íslandsbanka í útboðsferlinu í mars 2022.Vísir/Vilhelm Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Auk hennar hafa fleiri hætt hjá bankanum í kjölfar niðurstöðu Seðlabankans. Þeirra á meðal eru Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans. Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Ari keypti bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu var honum óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26. júlí 2023 17:00 Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Íslandsbanki er seinastur þriggja stóru viðskiptabankanna til að birta árshlutauppgjör sitt. Á dögunum var tilkynnt að Arion banki hafi hagnast um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og Landsbankinn um 14,5 milljarða á sama tímabili. Hluthafafundur Íslandsbanka fer fram á morgun en boðað var til hans í kjölfar þess að Íslandsbanki gerðist sekur um lögbrot við sölu á hlutum í bankanum. Á hluthafafundinum verður ný stjórn bankans kjörin en formaður og varaformaður stjórnar hafa ákveðið að stíga til hliðar. Á öðrum ársfjórðungi jukust hreinar vaxtatekjur Íslandsbanka um 23,0% á milli ára og námu 12,6 milljörðum króna, samanborið við 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hreinar þóknanatekjur jukust um 4,6% á milli ára og námu samtals 3,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Íslandsbanka. Vaxtamunur var 3,2% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 2,9% á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þá jukust útlán til viðskiptavina um 18,8 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 1,5% og voru 1.238 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs 2023. Eiginfjárhlutfall bankans eykst Aukning á innlánum frá viðskiptavinum á öðrum ársfjórðungi nam 16,6 milljörðum króna eða um 2,1%. Innlán voru 817 milljarðar króna í lok fjórðungsins. Eigið fé bankans nam 215,5 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 218,9 milljarða króna í lok árs 2022. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,2% í lok annars ársfjórðungs, samanborið við 22,2% í árslok 2022. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 20,0%, samanborið við 18,8% í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár á öðrum ársfjórðungi var 11,5% á ársgrundvelli og telst yfir fjárhagslegum markmiðum stjórnenda bankans. Hagur Íslandsbanka vænkaðist milli ára.Vísir/Egill Stjórnunarkostnaður hækkar Hrein fjármagnsgjöld námu 559 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við fjármunatekjur að fjárhæð 208 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Stjórnunarkostnaður nam 6,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, ef frá er talin gjaldfærsla vegna stjórnvaldssektar sem nam 860 milljónum króna, samanborið við 6,0 milljarða króna stjórnunarkostnað á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um er að ræða 11,7% hækkun stjórnunarkostnaðar milli ára. Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að kostnaðarhlutfall bankans hafi verið 42,6% á öðrum ársfjórðungi og lækkað úr 42,7% frá fyrra ári. Hlutfallið er reiknað án bankaskatts og einskiptiskostnaðar, þar með talið 860 milljónum króna sem voru gjaldfærðar vegna stjórnvaldssektar. Jákvæð virðisrýrnun nam 1.245 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, og má að sögn stjórnenda helst rekja til þess að virðisrýrnun nokkurra lánamála var færð til baka vegna góðra horfa í ferðamannaþjónustu. Virðisrýrnunin var jákvæð um 575 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Biðjast afsökunar á framkvæmd útboðsins Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að stærsta áskorun bankans á öðrum ársfjórðungi hafi verið sú niðurstaða fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands að starfsmenn hafi brotið lög við sölu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Íslandsbanki lýkur málinu með sátt við Seðlabankann og greiðslu 1,2 milljarða króna sektar. „Við hörmum þá ágalla sem voru á framkvæmd bankans vegna útboðsins og biðjumst afsökunar á þeim. Mikil vinna hefur staðið yfir til að mæta úrbótarkröfum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og mun sú vinna halda áfram næstu misserin,“ er haft eftir Jóni í tilkynningu. Það var niðurstaða fjármálaeftirlitsins að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Birna Einarsdóttir hætti sem bankastjóri Íslandsbanki í lok júní eftir mikla umræðu um framgöngu Íslandsbanka í útboðsferlinu í mars 2022.Vísir/Vilhelm Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Auk hennar hafa fleiri hætt hjá bankanum í kjölfar niðurstöðu Seðlabankans. Þeirra á meðal eru Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans. Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Ari keypti bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu var honum óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26. júlí 2023 17:00 Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26. júlí 2023 17:00
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18