Innbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu Ágúst Mogensen skrifar 28. júlí 2023 11:00 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stendur yfir innbrotahrina þessa dagana. Áréttar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Hvernig komum við í veg fyrir innbrot? Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er t.d. að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn, geyma aukabíl í stæðinu þínu og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Svo getur þú látið nágranna þína vita að þú sért að fara í frí og beðið þá um að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að heimilið sé yfirgefið. Eftir hverju eru þjófar að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Gangið vel frá slíkum verðmætum og felið ef þið eru að fara í frí. Vinnusvæði og verkfærabílar Undanfarið hefur jafnframt borið talsvert á innbrotum í vinnuvélar, verkfærabíla og á vinnusvæðum almennt. Þýfið er í flestum tilvikum meðfærileg handverkfæri og mælitæki sem komið er í verð erlendis eða hér heima. Innbrotum fylgja einnig skemmdarverk á ökutækjum, vinnuskúrum, vinnuvélum eða hverjum þeim stað sem verkfærin eru geymd í. Ólíklegra er að brotist sé inn ef vinnusvæði er afgirt, vel upplýst og vaktað. Skiljið ekki verðmæti eftir í bílum í langan tíma og fjarlægið verðmætustu tækin úr vinnuvélum ef það er hægt. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Nágrannavarsla og myndavélar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá eigum okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Myndavélar utan á húsum og nágrannavarsla hafa fælingarmátt fyrir þjófa sem helst kjósa að starfa óáreittir og óséðir. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stendur yfir innbrotahrina þessa dagana. Áréttar lögreglan að ólæst hús bjóða hættunni heim og hvetur fólk að vera á varðbergi með eigur sínar. Margir eru á ferðalagi þessa dagana og innbrotsþjófar reyna að nýta þann tíma til að fara óáreittir inn í hús og bíla fólks. Hvernig komum við í veg fyrir innbrot? Það eru nokkur atriði sem þú getur gert til þess að draga úr líkindum á innbroti. Góð regla er t.d. að fá nágranna eða ættingja til að taka póstinn, geyma aukabíl í stæðinu þínu og jafnvel slá grasið ef farið er í langan tíma. Svo getur þú látið nágranna þína vita að þú sért að fara í frí og beðið þá um að fylgjast með ferðum ókunnugra við eign þína. Dæmi er um að innbrotsþjófar fylgist með húsum, hringi bjöllum eða banki á hurðir og kanni hvort einhver sé heima áður en þeir láta til skara skríða. Að sjálfsögðu á að læsa öllum hurðum og gluggum og varna auðveldri inngöngu. Svalahurðir og hurðir sem snúa út í garð á jarðhæð eru líka inngönguleiðir og þeim þarf að læsa vandlega. Öryggiskerfi er góður kostur og þar eru margar lausnir í boði. Þínar ráðstafanir fara eftir hvar og hvernig þú býrð en hugmyndin er að ekki sé hægt að lesa úr aðstæðum á einfaldan hátt, að heimilið sé yfirgefið. Eftir hverju eru þjófar að slægjast? Innbrotsþjófar eru í flestum tilvikum að leita að meðfærilegum verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. Dæmi um slíkt eru fartölvur, símar, spjaldtölvur, fatnaður, merkjavara, skartgripir og úr, peningar og listmunir. Gangið vel frá slíkum verðmætum og felið ef þið eru að fara í frí. Vinnusvæði og verkfærabílar Undanfarið hefur jafnframt borið talsvert á innbrotum í vinnuvélar, verkfærabíla og á vinnusvæðum almennt. Þýfið er í flestum tilvikum meðfærileg handverkfæri og mælitæki sem komið er í verð erlendis eða hér heima. Innbrotum fylgja einnig skemmdarverk á ökutækjum, vinnuskúrum, vinnuvélum eða hverjum þeim stað sem verkfærin eru geymd í. Ólíklegra er að brotist sé inn ef vinnusvæði er afgirt, vel upplýst og vaktað. Skiljið ekki verðmæti eftir í bílum í langan tíma og fjarlægið verðmætustu tækin úr vinnuvélum ef það er hægt. Reiðhjól Reiðhjól, vespur og rafmagnshjól þarf að læsa með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Nágrannavarsla og myndavélar Það er erfitt að alhæfa um hvatir og aðferðir innbrotsþjófa. Stundum er um skipulagða aðgerð að ræða en í öðrum tilvikum ræður tilviljun og tækifærið ferðinni. Ef við göngum vel frá eigum okkar áður en við förum í frí og viðhöfum forvarnir eru minni líkur á að innbrotsþjófum takist ætlunarverk sitt. Myndavélar utan á húsum og nágrannavarsla hafa fælingarmátt fyrir þjófa sem helst kjósa að starfa óáreittir og óséðir. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun