Á fjórða þúsund gengu á gossvæðið sem verður aftur opið í dag Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 08:34 Eldgos heldur áfram við Litla-Hrút en nokkuð hefur dregið úr hraunflæði að undanförnu. Vísir/vilhelm Opið verður fyrir almenning inn á gossvæðið við Litla-Hrút frá Suðurstrandavegi til klukkan 18 í dag. Lokun gekk vel í gær og þurftu fáir á aðstoð að halda. Fram kom í gær að athuganir á hraunflæði gossins bendi til þess að því kunni að ljúka eftir eina til tvær vikur ef fram heldur sem horfir. Dregið hefur úr hraunflæði frá því að gosið hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Slökkvilið náði að slökkva langvarandi gróðurelda á svæðinu í gær en það er áfram vaktað af slökkviliðsmönnum. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að flestir sýni því skilning að aðgangur að eldgosinu sé háð takmörkunum. Samkvæmt teljurum gengu 1.989 manns Meradalsleið í gær og 1.322 eldri gönguleiðir á svæðinu. Samkvæmt gasspá verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt í dag og getur gasmengun því safnast upp nálægt gosstöðvunum. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða.“ Sem fyrr sé almenningi skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir þangað sem fólki er óheimilt að fara. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Fram kom í gær að athuganir á hraunflæði gossins bendi til þess að því kunni að ljúka eftir eina til tvær vikur ef fram heldur sem horfir. Dregið hefur úr hraunflæði frá því að gosið hófst þann 10. júlí síðastliðinn. Slökkvilið náði að slökkva langvarandi gróðurelda á svæðinu í gær en það er áfram vaktað af slökkviliðsmönnum. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að flestir sýni því skilning að aðgangur að eldgosinu sé háð takmörkunum. Samkvæmt teljurum gengu 1.989 manns Meradalsleið í gær og 1.322 eldri gönguleiðir á svæðinu. Samkvæmt gasspá verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt í dag og getur gasmengun því safnast upp nálægt gosstöðvunum. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða.“ Sem fyrr sé almenningi skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir þangað sem fólki er óheimilt að fara. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira