Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 07:44 Lítið sem ekkert hefur sést til eldgossins við Litla hrút á vefmyndavélum í nótt vegna mikillar þoku. Vísir/Vilhelm Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands. Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Samkvæmt Veðurstofunni ganga lægðir á færibandi til austurs langt fyrir sunnan Ísland og þess vegna er veður mjög rólegt hér á landi. Á vef Veðurstofunnar segir að lítið sem ekkert hafi sést til eldgossins á Reykjanesi í nótt vegna þoku á gosstöðvunum. Hins vegar ætti að hækka undir skýin þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað hefur ekkert sést til gossins á vefmyndavélum á svæðinu. Þær má finna hér að neðan. Uppfært: Nánast um leið og þessi frétt var birt, byrjaði að rofa til á gosstöðvunum. Sjá einnig: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Engar lægðir við landið Þegar kemur að veðrinu í dag, spáir Veðurstofan norðlægri eða breytilegri átt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Skýjað að mestu og sums staðar skúrir, sérstaklega síðdegis. Þokuloft við norður- og austurströndina, þar sem áfram á að vera skýjað á morgun. Bjartviðri um landið suðvestanvert og hiti átta til sautján stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og sums staðar dálítil væta, hiti 8 til 13 stig. Bjartviðri suðvestantil á landinu með hita að 18 stigum. Á fimmtudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á laugardag: Austlæg átt og víða líkur á skúrum, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning af og til á norðaustanverðu landinu, en skúrir sunnan heiða. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 15 stig á Vesturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla og mildara sunnanlands.
Veður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira