Meta beitt dagsektum í Noregi fyrir brot á persónuverndarlögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 07:50 Meta segir það munu taka einhverja mánuði að gera umræddar breytingar en yfirvöld í Noregi segja það óásættanlegt. Getty/Anadolu Agency/Tayfun Coskun Yfirvöld í Noregi hafa lagt dagsektir á tæknirisann Meta, eiganda Facebook, fyrir að brjóta gegn persónuverndarlögum. Sektirnar byrja að óbreyttu að telja frá og með 14. ágúst og nema 13 milljón krónum á dag. Eftirlitsstofnunin Datatilsynet komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Meta væri óheimilt að safna persónuupplýsingum einstaklinga, til að mynda upplýsingum um staðsetningu þeirra, í þeim tilgangi að sníða auglýsingar að hverjum og einum notanda. Meta fékk frest til 4. ágúst til að sýna fram á að gerðar hefðu verið breytingar til að mæta niðurstöðunni en fyrirtækið segir umræddar breytingar, sem fela meðal annars í sér að notendur verða beðnir leyfis, munu taka einhverja mánuði. Tobias Judin, yfirmaður alþjóðasviðs Datatilsynet, segir þetta hins vegar óásættanlegt og að fyrirtækið þurfi að láta af allri söfnun persónuupplýsinga þar til notendur geta gefið upplýst samþykki. Dagsektirnar verða í gildi til 3. nóvember en þá mun stofnunin geta farið fram á það við European Data Protection Board að þær verði gerðar varanlegar. Ef EDPB leggur blessun sína yfir ákvörðun Datatilsynet gætu afleiðingarnar orðið þær að ákvörðunin næði til allrar Evrópu. Judin segir að á meðan Meta grípi ekki til viðeigandi ráðstafana sé það að brjóta gegn réttindum fólks. Meta Noregur Persónuvernd Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Eftirlitsstofnunin Datatilsynet komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Meta væri óheimilt að safna persónuupplýsingum einstaklinga, til að mynda upplýsingum um staðsetningu þeirra, í þeim tilgangi að sníða auglýsingar að hverjum og einum notanda. Meta fékk frest til 4. ágúst til að sýna fram á að gerðar hefðu verið breytingar til að mæta niðurstöðunni en fyrirtækið segir umræddar breytingar, sem fela meðal annars í sér að notendur verða beðnir leyfis, munu taka einhverja mánuði. Tobias Judin, yfirmaður alþjóðasviðs Datatilsynet, segir þetta hins vegar óásættanlegt og að fyrirtækið þurfi að láta af allri söfnun persónuupplýsinga þar til notendur geta gefið upplýst samþykki. Dagsektirnar verða í gildi til 3. nóvember en þá mun stofnunin geta farið fram á það við European Data Protection Board að þær verði gerðar varanlegar. Ef EDPB leggur blessun sína yfir ákvörðun Datatilsynet gætu afleiðingarnar orðið þær að ákvörðunin næði til allrar Evrópu. Judin segir að á meðan Meta grípi ekki til viðeigandi ráðstafana sé það að brjóta gegn réttindum fólks.
Meta Noregur Persónuvernd Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira