Börn send í gin úlfsins Helgi Guðnason skrifar 9. ágúst 2023 08:01 Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Venesúela Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Talið er að frá árinu 2016 hafi ríkisstjórn Nicolas Maduro staðið fyrir hátt í 20.000 aftökum án dóms og laga. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að því árið 2022 að ríkisstjórn Maduro væri sek um glæpi gegn mannkyni, vegna mannshvarfa, pyntinga, bælingu á málfrelsi og spillingar. Í mars á þessu ári héldu Evrópusambandið og Kanada ráðstefnu um ástandið í Venesúela og þær 7 milljónir flóttamanna þaðan sem eru dreifð um heiminn. Þar kom fram að 90% íbúa landsins búa við fátækt og að jafnmargir hafa ekki aðgang að vatni, 70% barna fá ekki menntun og morðtíðni er ein sú hæsta í heimi vegna óaldar sem þar ríkir. Vegna vöruskorts og óðaverðbólgu duga meðal mánaðarlaun (85 evrur) engan vegin fyrir grunnmatvælum, en mánaðarlegur kostnaður við grunnfæði er metin á 460 evrur. Stór hluti landsmanna hefur enga atvinnu og fá því ekki einu sinni lágmarkslaun sem eru 26 evrur á mánuði. Nú í ágúst voru 6 leiðtogar verkalýðsfélaga dæmdir í fangelsi í Venesúela fyrir hryðjuverk og samsæri, en þeir höfðu gagnrýnt ríkisstjórnina. Maduro og félagar halda áfram skoðanakúgun og misbeitingu valds síns. Í mars á þessu ári kom út skýrsla á vegum flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, þar var fjallað um áskoranirnar sem stafa af þessum gríðarlega straumi flóttamanna. Í skýrslunni kemur fram mikilvægi þess að flóttamönnum séu tryggð mannúðleg kjör, sanngjörn málsmeðferð og öryggi þeirra sé tryggt. Ekkert í skýrslunni gefur til kynna að ástandið í landinu hafi lagast eða að flóttamenn geti brátt snúið heim. Í skýrslunni kemur fram að hópur þeirra sem snúi aftur fari vaxandi, það stafi af útlendingahatri sem þau hafi mætt, bágum kjörum eða álíka. Einnig kemur fram að þeirra bíði erfið kjör í heimalandinu og jafnvel afleiðingar vegna þess að hafa flúið. Í sama mánuði gaf útlendingastofnun á Íslandi út yfirlýsingu vegna nýs mats á ástandinu í Venesúela. Mat stofnunarinnar væri að ástandið hefði batnað svo mikið að ekki væri lengur sjálfgefið að flóttamenn þaðan fengju hæli. Breytingin sem boðuð var átti að felast í því að hver umsókn væri metin á sjálfstæðum grunni. Frá janúar og út júní á þessu ári fengu 389 umsóknir Venesúelamanna um hæli afgreiðslu, 93% fengu neitun. Alveg eins og það væri bara engin neyð í landinu. Í þessum hópi eru börn. Í þessum hópi eru fjölskyldur sem könnuðu stefnu yfirvalda á Íslandi áður en þau lögðu allt undir. Staðan var sú að allir í þeirra stöðu fengu hæli. Í dag eru þeim boðið að þiggja á bilinu 1.200 til 3.200 evrur fyrir að snúa aftur sjálfviljug, til lands sem er í rúst, þar sem ríkir óöld, skortur og mannréttindi þverbrotin. Stofnanir Evrópusambandsins, Sameinuðu Þjóðanna, Bandaríkjanna og Kanada virðast ekki hafa sömu upplýsingar og útlendingastofnun á Íslandi. Trúir einhver því að 93% þeirra sem leggja allt undir til þess að flýja land, geri það að ástæðulausu? Er eitthvað réttlæti í því, að fólk sem kom hingað, þegar stefna stjórnvalda var að samþykkja allar umsóknir, fái núna neitun þegar þau hafa selt allt sitt til að fjármagna flótta hingað? Ekkert land getur tekið við ótakmörkuðum fjölda flóttamanna. Það er eðlilegt að setja þurfi mörk og ekki sé hægt að taka við öllum. En það er óréttlæti að kúvenda viðmiðum og stefnu svo fólk sem kom til landsins á öðrum forsendum, sem er í ferli að bíða, fái neitun vegna breyttra leikreglna. Það leggur enginn allt í sölurnar og flýr með fjölskyldu sína út í óvissuna nema eitthvað mikið knýji á. Flest okkar myndum reyna að kanna aðstæður eins vel og við gætum áður en við leggðum upp. Það á við um flest þeirra sem hingað hafa komið frá Venesúela. Það er ekkert réttlæti að breyta reglum þegar fólk er komið í ferli. Fyrir utan að það er enginn sannleikur í því að Venesúela sé öruggt land eða ástandið orðið mun betra. Maduro er enn harðstjóri, stjórnvöld beita enn ofbeldi og vopnaðir glæpahópar sem stunda fjárkúganir og rán vaða enn uppi í skjóli stjórnvalda. Eru Íslendingar í alvöru sáttir við að íslensk stjórnvöld ætli að senda barnafjölskyldur í þessar aðstæður? Ætlum við bara að þvo hendur okkar og segja að þetta komi okkur ekki við? Ég hvet alla að láta málið sig varða og að láta heyra í sér. Ég skora á útlendingastofnun að breyta um stefnu og á kærunefnd útlendingamála að beita öðrum viðmiðum en ÚTL virðist gera. Höfundur er prestur og hefur starfað meðal innflytjenda síðan 2008.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar