Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2023 12:00 Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun