Ráðstefna um húsnæðismál - Opið bréf til Alþingis og sveitarstjórna Ámundi Loftsson skrifar 11. ágúst 2023 07:31 Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar