Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 16:30 Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar