Er núverandi ríkisstjórn að fífla þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 13. ágúst 2023 09:01 Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar