Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 15:59 Fyrrverandi ruðningsþjálfarinn Tommy Tuberville kemur nú í veg fyrir að alríkisstjórnin geti skipað nýja yfirmenn yfir herinn eða samþykkt stöðuhækkanir. Vísir/EPA Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu. Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu.
Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira