„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 12:20 Þrátt fyrir tíðindi af landrisi við Torfajökull spáir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur því að Askja verði á undan. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira