Kynna drög að frjálslegri lögum um kannabis í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 14:12 Einstaklingar fengju leyfi til að rækta allt að þrjár kannabisplöntur til eigin nota verði hugmyndir þýsku stjórnarinnar að veruleika. AP/Markus Schreiber Þýska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á lögum og reglum um vörslu og sölu á kannabisefnum. Fái málið framgang á þingi mega einstaklingar eiga neysluskammta og rækta allt að þrjár kannabisplöntur. Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach. Þýskaland Kannabis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnar Olafs Scholz, kanslara, gera ráð fyrir því að fólk átján ára og elda megi ganga í sérstaka kannabisklúbba sem fái leyfi til þess að rækta efnið til einkaneyslu félagsmanna. Fimm hundruð manns megi vera félagar í slíkum klúbbum að hámarki. Einstaklingar fengju einnig heimild til þess að kaupa allt að 25 grömm af kannabis á dag en í mesta lagi fimmtíu grömm á mánuði. Fólk yngri en 21 árs fengi mest að kaupa þrjátíu grömm á mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Neysla kannabisefna yrði ólöglega í innan við tvö hundruð metra fjarlægð frá skólum, leikvöllum, íþróttavöllum eða húsnæði kannabisklúbba. Bannað yrði að auglýsa kannabis eða klúbbana. Áform ríkisstjórnarinnar eru sögð ganga nokkuð skemur en hún ætlaði sér í upphafi. Ætlun hennar er að lög af þessu tagi taki gildi við lok þessa árs. Til þess að svo verði þarf þýska þingið að samþykkja frumvarp þess efnis. Bæði andstæðingar og fylgismenn kannabisefna hafa gagnrýnt áform ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan segir áhættusamt að lögleiða kannabis og samtök dómara halda því fram að það muni auka álag á dómskerfið og jafnvel auka eftirspurn á svörtum markaði með kannabis. Talsmenn lögleiðingar eru einnig ósáttir við hversu ströng skilyrði verði sett við vörslu og neyslu á kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, segir það boða gott að áformin séu gagnrýnd úr báðum áttum. Þýskaland glími nú við vaxandi neyslu sem valdi vandræðum. „Það hefði ekki verið hægt að halda svona áfram lengur,“ sagði Lauterbach.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira