Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 10:55 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. „Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira