Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2023 21:18 Ferrier tókst ekki að myrða Trump. Alex Brandon/Lögreglan í Hidalgo sýslu/AP Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Pascale Ferrier, sem er 56 ára gömul, var handtekin í september árið 2020 eftir að starfsmenn Hvíta Hússins náðu að stöðva afhendingu bréfsins áður en það barst Donald Trump. Í bréfinu hvatti Ferrier forsetann þáverandi til þess að hætta við framboð sitt í forsetakosningunum sem haldnar voru í nóvember sama ár. Bréfið innihélt ekki aðeins hvatninguna og vel valin fúkyrði í garð Trumps, heldur einnig eitrið rísín. Engin lækning er til við eitrun af völdum rísíns, sem dregur þá sem komast í snertingu við það til dauða á 36 til 72 klukkustundum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Játaði skýlaust og sagðist vera aðgerðasinni Ferrier játaði brot sín fyrir dómi í janúar þessa árs og flutti langa ræðu þar sem hún sagðist ekki sjá eftir því að hafa sent eitrið heldur aðeins að hafa ekki tekist að stöðva Trump. Þá sagðist hún vera aðgerðasinni en ekki hryðjuverkamaður. „Ég vil leita friðsamlegra leiða til þess að ná markmiðum mínum,“ er haft eftir henni. Dómari í Washington D.C. dæmdi hana til 262 mánaða fangelsisvistar, rétt tæplega 22 ára, í dag. Þá verður hún flutt úr landi að afplánun lokinni. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kanada Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Pascale Ferrier, sem er 56 ára gömul, var handtekin í september árið 2020 eftir að starfsmenn Hvíta Hússins náðu að stöðva afhendingu bréfsins áður en það barst Donald Trump. Í bréfinu hvatti Ferrier forsetann þáverandi til þess að hætta við framboð sitt í forsetakosningunum sem haldnar voru í nóvember sama ár. Bréfið innihélt ekki aðeins hvatninguna og vel valin fúkyrði í garð Trumps, heldur einnig eitrið rísín. Engin lækning er til við eitrun af völdum rísíns, sem dregur þá sem komast í snertingu við það til dauða á 36 til 72 klukkustundum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Játaði skýlaust og sagðist vera aðgerðasinni Ferrier játaði brot sín fyrir dómi í janúar þessa árs og flutti langa ræðu þar sem hún sagðist ekki sjá eftir því að hafa sent eitrið heldur aðeins að hafa ekki tekist að stöðva Trump. Þá sagðist hún vera aðgerðasinni en ekki hryðjuverkamaður. „Ég vil leita friðsamlegra leiða til þess að ná markmiðum mínum,“ er haft eftir henni. Dómari í Washington D.C. dæmdi hana til 262 mánaða fangelsisvistar, rétt tæplega 22 ára, í dag. Þá verður hún flutt úr landi að afplánun lokinni.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kanada Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira