Feluleikur með fossa í einstöku friðlandi Tómas Guðbjartsson skrifar 18. ágúst 2023 08:02 Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Slátrum ekki mjólkurkúm Ég skil vel óþolinmæði Vestfirðinga sem telja sig hafa verið afskipta hvað orkuöryggi varðar. Lausnin á þeim vanda er bætt dreifikerfi rafmagns vestur og áhersla á smærri virkjanir– í stað þess að fórna fyrir megawött friðuðum náttúruperlum eins og þeim í Vatnsfirði. Höfum hugfast að á sl. öld og fram á 21. öldina stóð til að virkja eina helstu gullkú Vestfjarða, fossinn Dynjanda, sem er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Vatnsfjörður er sömuleiðis dýrmæt náttúruperla með einstökum fossum og náttúru sem ber að láta í friði. Það var ekki að ástæðulausu að þessi tveir staðir voru friðlýstir á sínum tíma. Rammaáætlun sniðgengin Orkubú Vestfjarða hefur sent tillögu sína til orkumálaráðherra, sem merkilegt nokk er jafnframt umhverfisráðherra, og því beggja megin borðsins. Þetta verður að teljast undarlegt útspil, enda hlutverk Rammaáætlunar að fara með verndar- og orkunýtingaráætlun. Reyndar er núna verið að ræða í Rammaáætlun möguleika á virkjun Kjálkafjaraðrár í næsta firði fyrir austan við Vatnsfjörð, og nýta þá vötn á sunnanverðu Glámuhálendinu. Með tillögu um virkjun í Vatnsfirði hefur Orkubúið Vestfjarða farið fram úr sér og eðlilegt hefði verið að bíða niðurstöðu næsta áfanga Rammaáæltlunar. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Fágæt náttúruperla í bakgarði Hrafna-Flóka Vatnsfjörður á sér einkar merkilega sögu, eða alveg frá tímum Hrafna-Flóka sem nam þarna land og nefndi Ísland. Þarna héldu Vestfirðingar rúmlega 10.000 manna útihátíð 1974 til að fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er þó ekki aðeins vegna sögulegrar tengingar sem Vatnsfjörður var gerður að friðlandi árið 1975. Í honum er sérlega mikil gróðursæld og fallegur birkiskógur, sem er einn sá stærsti á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf. Vatnsdalsvatn setur síðan skemmtilegan svip á dalinn líkt og vatnsmikil Vatnsdalsáin sem hlykkjast eftir dalnum innanverðum. Í henni er bæði lax og bleikja og innst í dalnum eru tugir af stórkostlegum fossum, hver öðrum fallegri. Að þessari fossaveislu er auðvelt að komast gangandi og upplifan fegurðina. Vatnsfjörður er því með réttu friðland, samtals 22.000 hektarar að stærð, og átti nýlega að verða hluti af þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum, en þau áform voru því miður blásin af, ekki síst vegna þrýstings frá Orkuveitu Vestfjarða og bæjarstjórnar Ísafjarðar. Fossarnir faldir viljandi? Það er undarlegt að í fjölmiðlaumræðunni um Vatnsfjarðarvirkjun eru aldrei sýndar í fjölmiðlum ljósmyndir af mikilfenglegum fossum og árgljúfrum Vatnsdalsár. Skyldi það vera tilviljun, eða er sami skollleikur í gangi og með fossana sem stóð til að slátra með Hvalárvirkjun? Birtar eru eins “fábrotnar” myndir og hægt er af umhverfinu, gjarnan í dumbungi. Þannig er staðsetning stöðvarhússins í miðju friðlandsins réttlætt, enda þótt það eigi að vera steinsnar frá stórkostlegum fossum og gljúfrum. Í skýrslu um virkjunina er sagt að rask á umhverfinu yrði lítið og m.a. vísað til þess að uppistöðulón yrðu lítt sjáanleg uppi á stórgrýttri heiði. Ekkert er minnst á fossana sem myndu hverfa og eru tvímælalaust helstu gimsteinar friðlandsins. Máli mínu til stuðnings læt ég fylgja ljósmyndir sem ég og félagar mínir tókum í nýlegum gönguferðum um þetta einstaka friðland. Dæmi hver fyrir sig Myndirnar munu vonandi auðvelda hverjum og einum að dæma hvað er í húfi verði friðlýsing Vatnsfjarðar rifin upp og þar plantað niður 20-30 MW virkjun - í einstöku og nánast ósnortnu umhverfi. Um leið hvet ég sem flesta til að leggja á sig rúmlega tveggja klukkustunda gönguferð til að sjá dýrðina með eigin augum. Fossarnir inn af Vatnsfirði glöddu örugglega Hrafna-Flóka og föruneyti hans forðum, og hneysa ef þeir fá ekki að vera í friði til að gleðja komandi kynslóðir okkar Vestfirðinga sem annarra. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Gljúfrin sem fóstra fossana eru einstök og í Vatnsdalsá er mikið af bæði lax og bleikju. ÓMB Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Greinarhöfundur í miðri fossaveislu friðlandsins í Vatnsfirði.Magnús Karl Magnússon Ónefndur foss. TG Horft út eftir Vatnsdal, með Vatnsdalsá fyrir miðri mynd og Vatnsdalsvatn í fjarska. Ólafur Már Björnsson Þessi tilkomumikli foss fellur í stöllum fram að þverhníptri hlíð vestan megin í dalnum. Ef ekki væri fyrir mikla þurrka í sumar væri hann mun vatnsmeiri.ÓMB Í stærsta árgljúfrinu er þessi einstaka berggangur sem klýfur ánna í tvennt. ÓMB Innst í Vatnsdal rennur Vatnsdalsá ofan af grýttri heiði um þröng gljúfur sem í er fjöldi fossa sem minna á perluband. ÓMB Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru.ÓMB Fossarnir eru af öllum stærðum og gerðum, og fjölbreytnin í fossalandslaginu einstök.TG Vatnið í fossunum er kristaltært og hreint.TG Gljúfur, tugir fossa og iðagrænn skógur mynda skemmtilega heild í friðlandinu. Þessu umhverfi má ekki rústa með vegum og stöðvarhúsi, né heldur þurrka upp fossana og skilja eftir tóm gljúfur. TG Það er aðeins fossniður og fuglasöngur sem rýfur kyrrðina í mögnuðu friðlandi Vatnsfjarðar.TG il vinstri við þessa fossasyrpu vilja menn planta niður stöðvarhúsi Vatnsfjarðarvirkjun.TG Þessi foss kemur bókstaflega beint út úr berginu og kallast Smalahella. Sagan segir að þarna hafi smalar hlaupið þvert yfir til að sýna kjark sinn og þor. TG Náttúrufegurð friðlandsins lætur engan ósnortinn sem þangað kemur. Magnús Karl Magnússon Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Vesturbyggð Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. Slátrum ekki mjólkurkúm Ég skil vel óþolinmæði Vestfirðinga sem telja sig hafa verið afskipta hvað orkuöryggi varðar. Lausnin á þeim vanda er bætt dreifikerfi rafmagns vestur og áhersla á smærri virkjanir– í stað þess að fórna fyrir megawött friðuðum náttúruperlum eins og þeim í Vatnsfirði. Höfum hugfast að á sl. öld og fram á 21. öldina stóð til að virkja eina helstu gullkú Vestfjarða, fossinn Dynjanda, sem er einn helsti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. Vatnsfjörður er sömuleiðis dýrmæt náttúruperla með einstökum fossum og náttúru sem ber að láta í friði. Það var ekki að ástæðulausu að þessi tveir staðir voru friðlýstir á sínum tíma. Rammaáætlun sniðgengin Orkubú Vestfjarða hefur sent tillögu sína til orkumálaráðherra, sem merkilegt nokk er jafnframt umhverfisráðherra, og því beggja megin borðsins. Þetta verður að teljast undarlegt útspil, enda hlutverk Rammaáætlunar að fara með verndar- og orkunýtingaráætlun. Reyndar er núna verið að ræða í Rammaáætlun möguleika á virkjun Kjálkafjaraðrár í næsta firði fyrir austan við Vatnsfjörð, og nýta þá vötn á sunnanverðu Glámuhálendinu. Með tillögu um virkjun í Vatnsfirði hefur Orkubúið Vestfjarða farið fram úr sér og eðlilegt hefði verið að bíða niðurstöðu næsta áfanga Rammaáæltlunar. Þessi fossatvenna gleður augað og er einn af helstu gullmolum friðlandsins. Það að flestir þessara fossa séu nafnlausir dregur ekkert úr verndunargildi þeirra, enda bíða þeir heimsfrægðar líkt og Dynjandi aðeins norðar.TG Fágæt náttúruperla í bakgarði Hrafna-Flóka Vatnsfjörður á sér einkar merkilega sögu, eða alveg frá tímum Hrafna-Flóka sem nam þarna land og nefndi Ísland. Þarna héldu Vestfirðingar rúmlega 10.000 manna útihátíð 1974 til að fagna 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er þó ekki aðeins vegna sögulegrar tengingar sem Vatnsfjörður var gerður að friðlandi árið 1975. Í honum er sérlega mikil gróðursæld og fallegur birkiskógur, sem er einn sá stærsti á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf. Vatnsdalsvatn setur síðan skemmtilegan svip á dalinn líkt og vatnsmikil Vatnsdalsáin sem hlykkjast eftir dalnum innanverðum. Í henni er bæði lax og bleikja og innst í dalnum eru tugir af stórkostlegum fossum, hver öðrum fallegri. Að þessari fossaveislu er auðvelt að komast gangandi og upplifan fegurðina. Vatnsfjörður er því með réttu friðland, samtals 22.000 hektarar að stærð, og átti nýlega að verða hluti af þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum, en þau áform voru því miður blásin af, ekki síst vegna þrýstings frá Orkuveitu Vestfjarða og bæjarstjórnar Ísafjarðar. Fossarnir faldir viljandi? Það er undarlegt að í fjölmiðlaumræðunni um Vatnsfjarðarvirkjun eru aldrei sýndar í fjölmiðlum ljósmyndir af mikilfenglegum fossum og árgljúfrum Vatnsdalsár. Skyldi það vera tilviljun, eða er sami skollleikur í gangi og með fossana sem stóð til að slátra með Hvalárvirkjun? Birtar eru eins “fábrotnar” myndir og hægt er af umhverfinu, gjarnan í dumbungi. Þannig er staðsetning stöðvarhússins í miðju friðlandsins réttlætt, enda þótt það eigi að vera steinsnar frá stórkostlegum fossum og gljúfrum. Í skýrslu um virkjunina er sagt að rask á umhverfinu yrði lítið og m.a. vísað til þess að uppistöðulón yrðu lítt sjáanleg uppi á stórgrýttri heiði. Ekkert er minnst á fossana sem myndu hverfa og eru tvímælalaust helstu gimsteinar friðlandsins. Máli mínu til stuðnings læt ég fylgja ljósmyndir sem ég og félagar mínir tókum í nýlegum gönguferðum um þetta einstaka friðland. Dæmi hver fyrir sig Myndirnar munu vonandi auðvelda hverjum og einum að dæma hvað er í húfi verði friðlýsing Vatnsfjarðar rifin upp og þar plantað niður 20-30 MW virkjun - í einstöku og nánast ósnortnu umhverfi. Um leið hvet ég sem flesta til að leggja á sig rúmlega tveggja klukkustunda gönguferð til að sjá dýrðina með eigin augum. Fossarnir inn af Vatnsfirði glöddu örugglega Hrafna-Flóka og föruneyti hans forðum, og hneysa ef þeir fá ekki að vera í friði til að gleðja komandi kynslóðir okkar Vestfirðinga sem annarra. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Gljúfrin sem fóstra fossana eru einstök og í Vatnsdalsá er mikið af bæði lax og bleikju. ÓMB Foss sem fellur í skemmtilegum stöllum og minnir á lítinn Gullfoss. TG Greinarhöfundur í miðri fossaveislu friðlandsins í Vatnsfirði.Magnús Karl Magnússon Ónefndur foss. TG Horft út eftir Vatnsdal, með Vatnsdalsá fyrir miðri mynd og Vatnsdalsvatn í fjarska. Ólafur Már Björnsson Þessi tilkomumikli foss fellur í stöllum fram að þverhníptri hlíð vestan megin í dalnum. Ef ekki væri fyrir mikla þurrka í sumar væri hann mun vatnsmeiri.ÓMB Í stærsta árgljúfrinu er þessi einstaka berggangur sem klýfur ánna í tvennt. ÓMB Innst í Vatnsdal rennur Vatnsdalsá ofan af grýttri heiði um þröng gljúfur sem í er fjöldi fossa sem minna á perluband. ÓMB Fossarnir upp af Vatnsfirði eru skreyttir afar snotrum birkiskógi, sem ekki er svo víða að finna á Vestfjörðum, og styður við ríkulegt fuglalíf og flóru.ÓMB Fossarnir eru af öllum stærðum og gerðum, og fjölbreytnin í fossalandslaginu einstök.TG Vatnið í fossunum er kristaltært og hreint.TG Gljúfur, tugir fossa og iðagrænn skógur mynda skemmtilega heild í friðlandinu. Þessu umhverfi má ekki rústa með vegum og stöðvarhúsi, né heldur þurrka upp fossana og skilja eftir tóm gljúfur. TG Það er aðeins fossniður og fuglasöngur sem rýfur kyrrðina í mögnuðu friðlandi Vatnsfjarðar.TG il vinstri við þessa fossasyrpu vilja menn planta niður stöðvarhúsi Vatnsfjarðarvirkjun.TG Þessi foss kemur bókstaflega beint út úr berginu og kallast Smalahella. Sagan segir að þarna hafi smalar hlaupið þvert yfir til að sýna kjark sinn og þor. TG Náttúrufegurð friðlandsins lætur engan ósnortinn sem þangað kemur. Magnús Karl Magnússon Þessi mynd hefur verið notuð í fjölmiðlum af þeim sem vilja Vatnsfjarðarvirkjun og sýnir staðsetningu virkjanahússins. Fossarnir og gljúfrin sjást ekki, og sama má segja um skóginn.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar