Fagleg nálgun í stað flausturs Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:00 „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. Gert er ráð fyrir að „hægt verði á útgjöldum ríkisins“ um 17 milljarða króna á árinu 2024, þar af verði dregið úr útgjöldum vegna launa um 5 milljarða króna. Vert er að staldra hér við. Í upphafi skyldi endinn skoða Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að setja sig upp á móti því að hagrætt sé í ríkisrekstri enda frumskylda stjórnvalda að fara vel með skattfé. Það er hins vegar eðlilegt að við sem erum í forsvari fyrir heildarsamtök stéttarfélaga stöldrum við þegar ráðherra talar berum orðum um fyrirhugaðar uppsagnir. Við gerum kröfu um að svo umfangsmikil hagræðing sem nú er boðuð sé studd málefnalegum rökum og framkvæmd með faglegum hætti. Slíkt verður best gert ef vandað hagsmunamat liggur til grundvallar, það mat verði framkvæmt með breiðri aðkomu kunnáttufólks og fari ekki gegn mikilvægustu gildum þess samfélags sem við höfum komið okkur saman um að byggja. Fækkun starfsfólks má ekki heldur verða til þess að draga úr gæðum þeirrar samfélagsþjónustu sem hið opinbera veitir eða til þess að stórauka álag á það starfsfólk sem eftir verður. Hagræðingartækifæri annars staðar en í starfsmannahaldi Sú skoðun þekkist hjá tilteknum hópi í samfélaginu að starfsmannahald hins opinbera sé myllusteinn um háls skattgreiðenda. Því fer fjarri; átta af hverjum tíu krónum í rekstri ríkisins er varið í liði utan launakostnaðar samkvæmt uppgjöri Hagstofunnar. Í þeim hluta ríkisrekstrar liggja vissulega tækifæri til sparnaðar og ein skilvirkasta aðferðin við að finna þau tækifæri er að leita hugmynda hjá þeim sem best þekkja til. Starfsfólkið sjálft er oft best til þess fallið að benda á sparnaðar- og hagræðingartækifærin í eigin nærumhverfi. Reynsla af slíkum vinnubrögðum hefur enda gefið góða raun hjá ýmsum opinberum stofnunum og ráðuneytum. Það er t.d. í fullu samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að nýta hvern húsnæðisfermetra til fullnustu og áhugaverð sú mynd sem fjármálaráðherra dró upp í kynningu sinni varðandi þann þátt. Eins eru trúverðug þau áform sem lúta að lækkun ferðakostnaðar hins opinbera og áform um hagkvæmari innkaup, svo fremi að slíkt feli í sér minni sóun og að umhverfisvænustu kostirnir verði ávallt fyrir valinu í innkaupum á vöru og þjónustu. Virkjum hugvitssamt starfsfólk Mér kemur í hug saga sem kunningi minn sagði mér nýlega af starfsmanni sem starfaði í eldhúsi á hérlendri heilbrigðisstofnun. Maðurinn, sem flutti hingað frá einu af fátækari ríkjum Austur-Evrópu, var vanur að nýta vel allt hráefni til matargerðar og kom strax auga á ýmislegt í starfsumhverfi sínu sem færa mætti til betri vegar. Honum datt t.d. í hug að það mætti efna til hugmyndasamkeppni meðal starfsfólks um bætta matarnýtingu, án þess að gengið yrði á gæði eða næringargildi. Honum kom í hug sú framúrstefnulega hugmynd að þær upphæðir sem þannig spöruðust mætti greiða starfsfólki að hluta í formi bónusa. En hann lagði ekki í að hreyfa hugmyndinni við nokkurn mann. Hann taldi kerfið sem unnið var eftir í of föstum skorðum og að menningin á vinnustaðnum gerði ekki ráð fyrir aðkomu starfsfólks í ákvörðunum. Það fór því svo að hann hvarf fljótlega til annarra starfa. Hvatning til stjórnvalda BHM hvetur stjórnvöld til að leita tækifæra til ráðdeildar í ríkisrekstri með nýrri nálgun og skapa aukna hvata fyrir starfsfólk til að taka þátt í verkefninu. Nú kann að vera rétti tíminn til að brjótast út úr þrálátri síló-hugsun stjórnkerfisins og innleiða þverfaglegri vinnubrögð. Við hefðum líka gagn af því að standa betur við bakið á hinu mikilvæga hlutverki sem ríkisstofnanir sinna í samfélaginu og kveða um leið niður þá bábilju að verðmætasköpun eigi sér einungis stað fyrir tilstuðlan einkaframtaksins. Ef stjórnvöld taka hlutverk sitt nýjum tökum kann niðurstaða aðgerða að færa okkur nær háleitum markmiðum um velsældarhagkerfi. Höfundur er formaður BHM.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun