Haustið og heimilisbókhaldið Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 08:00 Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar