Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2023 23:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. „Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“ Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
„Samgöngusáttmálinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp samgöngukerfi framtíðarinnar á öllu Íslandi,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis-og samgöngunefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grundvöllur samgöngusáttmálans væri brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Búið væri að flækja hann um of, Borgarlínan væri einungis hluti hans. Þá sagði Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Risastórar áskoranir blasi við á öllu landinu Sigurður Ingi segir risastórar áskoranir blasa við á höfuðborgarsvæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sérstaklega gerð jarðgangna. Umferð hafi aukist alls staðar. „Við stöndum frammi fyrir nokkrum risastórum áskorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum eingöngu nýta samgönguáætlun og fjárlög ríkisins á hverjum tíma myndum við sennilega enda í því að 90 prósent af þeim fjármunum færu hingað. Það yrði auðvitað algjörlega óverjanlegt gagnvart áskorunum annars staðar á Íslandi.“ Sigurður nefnir sérstaklega uppbyggingu jarðgangna í því samhengi. Hún hafi dregist í marga áratugi og sérlega mikið síðustu ár. Aukin umferð sé alls staðar á landinu og fleiri áskoranir í kerfinu. „Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjármögnunarleiðir. Samgöngusáttmálinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endurskoðun, uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Verðin hafa sannarlega hækkað umtalsvert, bæði vegna samgönguvísitölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auðvitað öll verk, ekki bara verk samgöngusáttmálans.“ Ekki víst að þurfi verulegar breytingar Hann segir að á sama hátt hafi verkefni á höfuðborgarsvæðinu vaxið af umfangi þegar þau fóru af skilgreiningar-og frumhönnunarstigi yfir á hönnunarstig. „Þannig að tímalínan, verkáætlunin og fjármögnunaráætlunin þurfa allar ákveðna uppfærslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá einhverju föstu um það hvort það þurfi einhverjar verulegar breytingar, sem ég held ekki, en tímalínan gæti þurft að lengjast.“ Þannig að mögulegar verða tafir á þessari framkvæmd sem Borgarlínan er? „Þetta er einfaldlega svo risastórt verkefni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verkfræðilega en líka þá fjármögnunarlega.“
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær Hafnarfjörður Seltjarnarnes Borgarlína Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira