Ætla ekki að rannsaka flugvélarhrap Prigozhin eftir alþjóðareglum Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 08:57 Flugvél Prigozhin var af gerðinni Embraer Legacy 600. Hér sést ein slík koma til lendingar í Þýskalandi með Elísabetu heitna Bretadrottningu og Filippus heitinn prins árið 2015. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld synjuðu ósk brasilískra flugmálayfirvalda um sameiginlega rannsókn eftir alþjóðlegum reglum á því hvað grandaði flugvél Jevgeníj Prigozhin, rússneska málaliðaforingjans, að svo stöddu. Rússar eru ekki skyldugir til þess þó að alþjóðleg flugmálayfirvöld mæli með því. Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Flugvél Prigozhin var brasilísk, af gerðinni Embraer Legacy 600. Hún hrapaði norður af Moskvu í síðustu viku. Auk Prigozhin fórust níu aðrir sem voru um borð, þar á meðal tveir næstráðendur hans og fjórir lífverðir. Brasilísk rannsóknarnefnd flugslysa fór fram á að fá að taka þátt í rannsókn á orsökum þess að vélin hrapaði í þágu þess að auka flugöryggi. Slík rannsókn færi fram á grundvelli alþjóðlegra reglna um rannsókn flugslysa. Í svari rússneskra flugslysarannsakenda til þeirra brasilísku sagði að þeir ætluðu sér ekki að hefja rannsókn á grundvelli þrettánda viðauka Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Viðaukinn kveður á um alþjóðleg viðmið og vinnubrögð við rannsókn flugslysa. Skaði gegnsæi rannsóknarinnar Vestræn ríki telja að stjórnvöld í Kreml hafi borið ábyrgð á því að vél Prigozhin hrapaði. Bandaríska leyniþjónustan telur að sprengja hafi sprungið um borð sem hafi grandað vélinni. Rússnesk stjórnvöld hafna því að hafa komið nálægt dauða Prigozhin. Prigozhin leiddi uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um tveimur mánuðum áður en hann lést. Áður en hún gekk lengra gerði Prigozhin samkomulag við Vladímír Pútín Rússlandsforseta með milligöngu Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem kom honum og málaliðum hans undan saksókn og leyfði þeim að leita hælis í Hvíta-Rússlandi. John Cox, bandarískur sérfræðingur í rannsókn flugslysa, segir Reuters að alltaf verði efasemdir um áreiðanleika niðurstaðna rannsóknar á hrapinu ef Rússar rannsaka það einir. „Mér finnst það mjög dapurlegt. Ég held að það skaði gegnsæi rússnesku rannsóknarinnar,“ segir Cox við Reuters. Alþjóðaflugmálastofnunin segir að vél Prigozhin hafi verið í innanlandsflugi þegar hún hrapaði. Því gildi alþjóðlegar reglur ekki um rannsóknina. Embraer-þoturnar brasilísku eru sagðar áreiðanlegar. Fjöldi sambærilegra þotna eru enn í umferð og því telur fyrirtækið og brasilísk flugmálayfirvöld brýnt að rannsaka hvað grandaði vél Prigozhin. Þau eru þó sögð eiga erfitt með að fá upplýsingar um það frá rússneskum yfirvöldum, bæði vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi og vegna þess hversu treg þau eru til að leyfa utanaðkomandi eftirlit.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46