Réttlæti hins sterka, gildrur í dómskerfinu Jörgen Ingimar Hansson skrifar 1. september 2023 12:00 Margar gildrur eru til staðar í dómskerfinu sem Alþingi og lögskýrendur hafa sett upp og lögmenn geta nýtt sér á þann hátt sem kallað er að beita lagaklækjum. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók um þær. Þegar þær leiða til dóma sem eru á skjön við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi er allt of langt gengið. Ég benti á tvær þeirra, málskostnaðartryggingu og löggeymslu, í grein minni sem birtist hér á Vísi 10. ágúst síðastliðinn. Athuga þarf að lög eru í meginatriðum búin til í þremur áföngum. Í upphafi semur einn eða fáir aðilar lagafrumvarp. Venjulega er það gert í einhverju ráðuneytinu, það er hjá framkvæmdavaldinu. Alþingi fjallar um og afgreiðir lögin í knöppu orðalagi eins og alls staðar er gert. Þess vegna getur verið erfitt að átta sig á því hvað lögin þýða nákvæmlega í einhverjum sérstökum tilfellum. Algengt er þess vegna að einhver til þess bær maður, til dæmis prófessor, með mikla reynslu í lagabálkinum skrifi ritgerð eða bók þar sem farið er dýpra í málin til skýringar á lögunum sem þá eru oft álitin hin endanlegu lög. Hann hefur þá farið ofan í greinargerðina með lögunum og umræður á Alþingi um þau og örugglega einnig bætt við atriðum frá eigin brjósti. Farir þú í dómsmál þarft þú að vera viðbúinn því að flest fari á annan veg en ætlað var í upphafi. Að minnsta kosti ef um einhvers konar svikamál er að ræða má búast við því að hinn aðili málsins eða lögmaður hans hafi þegar í upphafi kortlagt veikleika þína með það í huga að vega að þér þar sem þú ert veikastur fyrir og átt síst von á. Í dómsmálinu sem ég lenti í svaraði hinn aðili málsins stefnu minni með því að leggja fram í dómnum reikninga með undirrituðum greiðsluviðurkenningum í mínu nafni sem hann staðhæfði að ég hefði ritað eigin hendi. Ekkert mark var tekið á því að þær væru undarlegar á ýmsan hátt og á skjön við ýmis megin gögn í málinu. Einungis var tekið mark á því að mér tókst ekki á þeim tíma að afsanna að þær væru mínar. Það tókst reyndar síðar. Ég hafði stefnt í málinu án samþykkis meðeiganda míns sem ég var sannfærður um að hefði aðstoðað hinn aðila málsins við að hafa út úr mér það fé sem málið snérist um. Það varð til þess að hinn aðili málsins hélt því fram að málið stafaði af ósætti milli mín og meðeigandans sem ósanngjarnt væri að hann væri gerður ábyrgur fyrir. Dómarinn gleypti þá skýringu sem þó var sett fram munnlega án nokkurra gagna til rökstuðnings. Lögskýringar munu vera á þá leið að eigendur fyrirtækis séu eitt, svipað og í hjónabandi. Sé hins vegar um glæpsamlega hegðun annars eigendanna að ræða, eins og mér fannst þarna augljóslega vera að eiga sér stað, er með lögskýringunni í þessu tilfelli, verið að styðja við bakið á þeirri glæpsamlegu hegðun. Dómskerfið hefur til allrar hamingju í einstökum tilfellum haft um það frumkvæði að hundsa þessa viðleitni. Ég held reyndar að það hafi yfirleitt verið gert þegar yfirstéttarfólk hefur átt í hlut. Almenningur nýtur þess síðar þegar dómafordæmið er orðið að dómvenju. Ekki þótti í þessu tilfelli vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að um glæpsamlegt athæfi gæti verið að ræða enda ég úr röðum almennings. Dómarinn sá aðeins að nafn félaga míns stóð á reikningnum en ekki fyrirtækisins. Engu máli skipti að allir reikningar höfðu verið greiddir úr fyrirtækinu en félagi minn hefði að sögn hins aðila málsins hirt tekjurnar. Engu máli skipti þótt hinn aðilinn í málinu neitaði að leggja fram staðfestingar á greiðslum. Ég var svo vitlaus að halda að dómstóllinn myndi ekki geta dæmt honum í vil nema að sannanir fyrir raunverulegum greiðslum hefðu verið lagðar fram. Dómstóllinn virtist telja að í undirskriftum væri betra hald sem þær hugsanlega voru fyrir tölvuöld (1950-1970) en þjóðfélagið á þeim tíma er það sem enn er miðað við í dómskerfinu. Félagi minn í fyrirtækinu sagðist hafa rekið viðskiptin á eigin spýtur eins og hver annar einkaaðili þrátt fyrir að hann hefði verið titlaður framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem allur reksturinn fór í gegnum. Í augum dómskerfisins var ekkert athugavert við það enda engin lög sem segja að það sé ólöglegt þó í sumum dómum sé það talin gripdeild. Að minnsta kosti er ég viss um að í augum almennings sé þar ástæða til sérstakrar skoðunar. Dómarinn taldi enga þörf á því enda virðist heilbrigð skynsemi ekki koma dómskerfinu við. Í dómnum er kveðið upp úr með það að framkvæmdastjóri hafi hvort eð er leyfi samkvæmt lögum til þess að taka við peningum og stinga þeim í eigin vasa. Nafn fyrirtækisins stóð reyndar á síðustu reikningunum. Þá þurfti samkvæmt dómnum gagnaðilinn ekki heldur að inna neinar greiðslur af hendi vegna þess að hann hefði ekki verið látið vita með nægilega tryggum hætti, það er skriflegum, að breyting á kröfuhafa hefði átt sér stað. Það var í samræmi við lögskýringu sem einn af dómurunum í Hæstarétti, sem dæmdu málið, hafði samið. Ekki þurfti hins vegar að sýna fram á breytinguna á kröfuhafanum sem ég taldi augljóst að hefði alls ekki orðið. Engin rök eða gögn voru lögð fram um að þetta fyrirtæki félaga míns hefði yfirleitt verið til annað en munnleg staðhæfing hans sjálfs. Fram fóru skjalfest miklar greiðslur milli fyrirtækjanna tveggja sem félagi minn framkvæmdastjórinn sá um. Forráðamenn hins fyrirtækisins sögðu þá einfaldlega að hann hefði gert það í óleyfi sem tekið var gilt hjá dómaranum þrátt fyrir að samkvæmt tölvupósti, sem lagður var fram í dómnum, átti hann að vera sérstakur fulltrúi þess í þeim gerningum. Athuga þarf að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn að öllu leyti svo varla er vafi á því að hann hafi verið að öllu leyti samkvæmt íslenskum lögum. Í bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi, er nánar fjallað um þau málefni sem til umræðu eru í þessari grein. Enn má spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómskerfinu. Ég tel augljóst að svo sé ekki. Bæði er hlutverk Alþingis svo augljóslega að verja og hygla þeim sem voldugastir eru og framkvæmd þeirra of tilviljanakennd og ósamstæð til þess að óhætt sé að hætta tiltölulega miklu fé í dómsmál að óbreyttu. Er það óháð því hve viðkomandi finnst réttlætið vera augljóslega hans megin. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margar gildrur eru til staðar í dómskerfinu sem Alþingi og lögskýrendur hafa sett upp og lögmenn geta nýtt sér á þann hátt sem kallað er að beita lagaklækjum. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók um þær. Þegar þær leiða til dóma sem eru á skjön við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi er allt of langt gengið. Ég benti á tvær þeirra, málskostnaðartryggingu og löggeymslu, í grein minni sem birtist hér á Vísi 10. ágúst síðastliðinn. Athuga þarf að lög eru í meginatriðum búin til í þremur áföngum. Í upphafi semur einn eða fáir aðilar lagafrumvarp. Venjulega er það gert í einhverju ráðuneytinu, það er hjá framkvæmdavaldinu. Alþingi fjallar um og afgreiðir lögin í knöppu orðalagi eins og alls staðar er gert. Þess vegna getur verið erfitt að átta sig á því hvað lögin þýða nákvæmlega í einhverjum sérstökum tilfellum. Algengt er þess vegna að einhver til þess bær maður, til dæmis prófessor, með mikla reynslu í lagabálkinum skrifi ritgerð eða bók þar sem farið er dýpra í málin til skýringar á lögunum sem þá eru oft álitin hin endanlegu lög. Hann hefur þá farið ofan í greinargerðina með lögunum og umræður á Alþingi um þau og örugglega einnig bætt við atriðum frá eigin brjósti. Farir þú í dómsmál þarft þú að vera viðbúinn því að flest fari á annan veg en ætlað var í upphafi. Að minnsta kosti ef um einhvers konar svikamál er að ræða má búast við því að hinn aðili málsins eða lögmaður hans hafi þegar í upphafi kortlagt veikleika þína með það í huga að vega að þér þar sem þú ert veikastur fyrir og átt síst von á. Í dómsmálinu sem ég lenti í svaraði hinn aðili málsins stefnu minni með því að leggja fram í dómnum reikninga með undirrituðum greiðsluviðurkenningum í mínu nafni sem hann staðhæfði að ég hefði ritað eigin hendi. Ekkert mark var tekið á því að þær væru undarlegar á ýmsan hátt og á skjön við ýmis megin gögn í málinu. Einungis var tekið mark á því að mér tókst ekki á þeim tíma að afsanna að þær væru mínar. Það tókst reyndar síðar. Ég hafði stefnt í málinu án samþykkis meðeiganda míns sem ég var sannfærður um að hefði aðstoðað hinn aðila málsins við að hafa út úr mér það fé sem málið snérist um. Það varð til þess að hinn aðili málsins hélt því fram að málið stafaði af ósætti milli mín og meðeigandans sem ósanngjarnt væri að hann væri gerður ábyrgur fyrir. Dómarinn gleypti þá skýringu sem þó var sett fram munnlega án nokkurra gagna til rökstuðnings. Lögskýringar munu vera á þá leið að eigendur fyrirtækis séu eitt, svipað og í hjónabandi. Sé hins vegar um glæpsamlega hegðun annars eigendanna að ræða, eins og mér fannst þarna augljóslega vera að eiga sér stað, er með lögskýringunni í þessu tilfelli, verið að styðja við bakið á þeirri glæpsamlegu hegðun. Dómskerfið hefur til allrar hamingju í einstökum tilfellum haft um það frumkvæði að hundsa þessa viðleitni. Ég held reyndar að það hafi yfirleitt verið gert þegar yfirstéttarfólk hefur átt í hlut. Almenningur nýtur þess síðar þegar dómafordæmið er orðið að dómvenju. Ekki þótti í þessu tilfelli vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að um glæpsamlegt athæfi gæti verið að ræða enda ég úr röðum almennings. Dómarinn sá aðeins að nafn félaga míns stóð á reikningnum en ekki fyrirtækisins. Engu máli skipti að allir reikningar höfðu verið greiddir úr fyrirtækinu en félagi minn hefði að sögn hins aðila málsins hirt tekjurnar. Engu máli skipti þótt hinn aðilinn í málinu neitaði að leggja fram staðfestingar á greiðslum. Ég var svo vitlaus að halda að dómstóllinn myndi ekki geta dæmt honum í vil nema að sannanir fyrir raunverulegum greiðslum hefðu verið lagðar fram. Dómstóllinn virtist telja að í undirskriftum væri betra hald sem þær hugsanlega voru fyrir tölvuöld (1950-1970) en þjóðfélagið á þeim tíma er það sem enn er miðað við í dómskerfinu. Félagi minn í fyrirtækinu sagðist hafa rekið viðskiptin á eigin spýtur eins og hver annar einkaaðili þrátt fyrir að hann hefði verið titlaður framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem allur reksturinn fór í gegnum. Í augum dómskerfisins var ekkert athugavert við það enda engin lög sem segja að það sé ólöglegt þó í sumum dómum sé það talin gripdeild. Að minnsta kosti er ég viss um að í augum almennings sé þar ástæða til sérstakrar skoðunar. Dómarinn taldi enga þörf á því enda virðist heilbrigð skynsemi ekki koma dómskerfinu við. Í dómnum er kveðið upp úr með það að framkvæmdastjóri hafi hvort eð er leyfi samkvæmt lögum til þess að taka við peningum og stinga þeim í eigin vasa. Nafn fyrirtækisins stóð reyndar á síðustu reikningunum. Þá þurfti samkvæmt dómnum gagnaðilinn ekki heldur að inna neinar greiðslur af hendi vegna þess að hann hefði ekki verið látið vita með nægilega tryggum hætti, það er skriflegum, að breyting á kröfuhafa hefði átt sér stað. Það var í samræmi við lögskýringu sem einn af dómurunum í Hæstarétti, sem dæmdu málið, hafði samið. Ekki þurfti hins vegar að sýna fram á breytinguna á kröfuhafanum sem ég taldi augljóst að hefði alls ekki orðið. Engin rök eða gögn voru lögð fram um að þetta fyrirtæki félaga míns hefði yfirleitt verið til annað en munnleg staðhæfing hans sjálfs. Fram fóru skjalfest miklar greiðslur milli fyrirtækjanna tveggja sem félagi minn framkvæmdastjórinn sá um. Forráðamenn hins fyrirtækisins sögðu þá einfaldlega að hann hefði gert það í óleyfi sem tekið var gilt hjá dómaranum þrátt fyrir að samkvæmt tölvupósti, sem lagður var fram í dómnum, átti hann að vera sérstakur fulltrúi þess í þeim gerningum. Athuga þarf að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóminn að öllu leyti svo varla er vafi á því að hann hafi verið að öllu leyti samkvæmt íslenskum lögum. Í bók minni: Réttlæti hins sterka. Ádeila á dómskerfið og Alþingi, er nánar fjallað um þau málefni sem til umræðu eru í þessari grein. Enn má spyrja hvort almenningi sé óhætt í dómskerfinu. Ég tel augljóst að svo sé ekki. Bæði er hlutverk Alþingis svo augljóslega að verja og hygla þeim sem voldugastir eru og framkvæmd þeirra of tilviljanakennd og ósamstæð til þess að óhætt sé að hætta tiltölulega miklu fé í dómsmál að óbreyttu. Er það óháð því hve viðkomandi finnst réttlætið vera augljóslega hans megin. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun