Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2023 21:36 Úkraínumenn eru sagðir eiga von á tíu M1 Abrams skriðdrekum í þessum mánuði. EPA/VALDA KALNINA Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum vestanhafs en ekki er búið að segja frá sendingunni opinberlega. Bretar hafa áður sent skriðdrekaskot sem innihalda rýrt úran en þau voru send með Challenger-2 skriðdrekunum bresku. Rýrt úran er aukaafurð auðgunar úrans og er notað í skotfæri sem þessi vegna þess hve þéttur málmurinn er. Það gerir skotum úr rýrðu úrani kleift að rjúfa hefðbundnar brynvarnir auðveldar. Notkun þessara skotfæra er mjög umdeild þar sem því hefur verið haldið fram að fólki geti stafað ógn af úraninu til langs tíma. Innöndun ryks úrans geti valdið krabbameini og fæðingargöllum. Rýrt úran er geislavirkt en mun minna geislavirkt en náttúrulegt úran. Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að rannsóknir í fyrrverandi Júgóslavíu, Kúvæt, Írak og Líbanon, þar sem skot eins og þau sem um ræðir hafa verið notuð í miklu magni, sýni að íbúum stafi ekki ógn af þeim ögnum sem notkun þeirra skilur eftir. Politico sagði frá því í vikunni að um tvö hundruð úkraínskir hermenn væru að ljúka þjálfun á bandaríska Abrams skriðdreka í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum miðilsins eiga fyrstu tíu skriðdrekarnir af 31 að verða sendir til Úkraínu um miðjan september. Verið er að gera þá klára í Þýskalandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum samþykktu á sínum tíma að senda skriðdreka til Úkraínu, um það leyti sem Úkraínumenn voru að biðja Þjóðverja um að heimila sendingar á Leopard skriðdrekum til landsins. Bretar höfðu áður samþykkt að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Þeir ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. Hingað til hafa Úkraínumenn fengið tugi af Leopard skriðdrekum, bæði af nýjustu kynslóðum þeirra og eldri skriðdreka. Vitað er til þess að nokkrum þeirra hafi verið grandað en enn sem komið er hafa engar myndir verið birtar af ónýtum Challenger 2 skriðdrekum. Vona að skriðdrekarnir hjálpi Úkraínumenn hafa í sumar reynt að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu en það hefur gengið hægt. Á undanförnum vikum hafa þeir þó náð nokkrum árangri þó jarðsprengjur og gífurlega mikið af skotgröfum hafi hægt á sókninni. Bandaríkjamenn vonast til þess að Abrams skriðdrekarnir muni hjálpa Úkraínumönnum. Notkun skrið- og bryndreka hefur þó reynst erfið í suðurhluta landsins í Sapórisjíahéraði, þar sem Úkraínumenn virðast leggja mesta áherslu á gagnsókn þeirra. Landslagið er mjög flatt og drónum er flogið allsstaðar þar um. Bæði Úkraínumenn og Rússar eiga erfitt með að nálgast víglínuna án þess að sjást. Sjái Rússar bryn- og skriðdrekum keyrt í átt að víglínunni hafa þeir notað stórskotalið og þyrlur með góðum árangri gegn þeim. Úkraínumenn eru þó sagðir hafa náð töluverðum árangri í einvígi stórskotaliðs á svæðinu
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira