Fjölskyldubíllinn Renault Scenic kemur rafvæddur og endurhannaður frá grunni BL 6. september 2023 08:51 Franski bílaframleiðandinn Renault hefur endurhannað einn vinsælasta fjölskyldubílinn á framleiðslulínunni, hinn rúmgóða Scenic, sem Íslendingum er að góðu kunnur frá því fyrir síðustu aldamót þegar fyrsta kynslóð hans kom fyrst á markað, nánar tiltekið árið 1996. Hann var þá fyrsti fjölnotabíllinn (MPV) á Evrópumarkaði. Fimmta kynslóðin, Scenic E-Tech, er í senn örlítið lengri og breiðari en fráfarandi kynslóð og búinn allri nýjustu tækni á sviði öryggis og þæginda. Síðast en ekki síst verður Scenic E-Tech 100% rafdrifinn þegar hann verður kynntur hjá BL Sævarhöfða á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtaks fjölskyldubíll Nýr Renault Scenic E-Tech er í SUV- C þar sem áhersla er lögð á gott rými og mikil þægindi fyrir alla farþega ásamt góðu plássi fyrir fjölbreyttan farangur. Vegna eiginleikanna virkar Scenic E-Tech hvetjandi til ferðalaga eins og markmið Renault með Scenic hefur verið frá upphafi sem er einnig helsta ástæða vinsælda hans meðal fjölskyldufólks. Þessum eiginleikum gleymdu hönnuðir Renault ekki við smíði Scenic E-Tech, sem hefur um 620 km drægni samkvæmt WLTP og er Scenic fyrsti rafbíllinn í sínum bifreiðaflokki sem státar af þeim eiginleika. Að auki er Scenic E-Tech búinn fyrirferðarlítilli en öflugri 87 kWst rafhlöðu og allt að 160 kW rafmótor sem skilar 220 hestöflum og er Scenic E-Tech í senn röskur, lipur og þægilegur í allri meðhöndlun. Þægilegur og sportlegur Gólfið í Scenic er flatt, yfirbyggingin há og hjólhafið hvorki meira né minna en 2,78 metrar. Allt skapar þetta einstakt innanrými, hvort sem litið er til höfuðs eða fóta. Farangursrýmið aftur í er 545 lítrar og stækkanlegt með niðurfellingu sætisbaka. Þá verður OpenR Link margmiðlunarkerfi Scenic E-Tech búið fleiri en 50 hagnýtum öppum, þar á meðal fullkomnu leiðsögukerfi til að auðvelda skipulag ferðalagsins, auk annarra appa til að mæta fjölbreyttum óskum farþega sem njóta vilja ferðarinnar til hins ítrasta. Að auki má nefna að Scenic E-Tech verður fyrsti rafbíllinn frá Renault sem framleiddur verður í Esprit Alpine útfærslu, sem eykur spennandi og sportlegt yfirbragð bílsins. Aukin sjálfbærni Nær allir íhlutir til smíði Scenic E-Tech eru framleiddir í Frakklandi til að lágmarka sem kostur er kolefnisspor framleiðslunnar. Þá er um fjórðungur allra efna í farþegarými úr endurunnum efnum auk þess sem hægt er að endurvinna um 90% bílsins að loknum líftíma hans í umferðinni. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hann var þá fyrsti fjölnotabíllinn (MPV) á Evrópumarkaði. Fimmta kynslóðin, Scenic E-Tech, er í senn örlítið lengri og breiðari en fráfarandi kynslóð og búinn allri nýjustu tækni á sviði öryggis og þæginda. Síðast en ekki síst verður Scenic E-Tech 100% rafdrifinn þegar hann verður kynntur hjá BL Sævarhöfða á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtaks fjölskyldubíll Nýr Renault Scenic E-Tech er í SUV- C þar sem áhersla er lögð á gott rými og mikil þægindi fyrir alla farþega ásamt góðu plássi fyrir fjölbreyttan farangur. Vegna eiginleikanna virkar Scenic E-Tech hvetjandi til ferðalaga eins og markmið Renault með Scenic hefur verið frá upphafi sem er einnig helsta ástæða vinsælda hans meðal fjölskyldufólks. Þessum eiginleikum gleymdu hönnuðir Renault ekki við smíði Scenic E-Tech, sem hefur um 620 km drægni samkvæmt WLTP og er Scenic fyrsti rafbíllinn í sínum bifreiðaflokki sem státar af þeim eiginleika. Að auki er Scenic E-Tech búinn fyrirferðarlítilli en öflugri 87 kWst rafhlöðu og allt að 160 kW rafmótor sem skilar 220 hestöflum og er Scenic E-Tech í senn röskur, lipur og þægilegur í allri meðhöndlun. Þægilegur og sportlegur Gólfið í Scenic er flatt, yfirbyggingin há og hjólhafið hvorki meira né minna en 2,78 metrar. Allt skapar þetta einstakt innanrými, hvort sem litið er til höfuðs eða fóta. Farangursrýmið aftur í er 545 lítrar og stækkanlegt með niðurfellingu sætisbaka. Þá verður OpenR Link margmiðlunarkerfi Scenic E-Tech búið fleiri en 50 hagnýtum öppum, þar á meðal fullkomnu leiðsögukerfi til að auðvelda skipulag ferðalagsins, auk annarra appa til að mæta fjölbreyttum óskum farþega sem njóta vilja ferðarinnar til hins ítrasta. Að auki má nefna að Scenic E-Tech verður fyrsti rafbíllinn frá Renault sem framleiddur verður í Esprit Alpine útfærslu, sem eykur spennandi og sportlegt yfirbragð bílsins. Aukin sjálfbærni Nær allir íhlutir til smíði Scenic E-Tech eru framleiddir í Frakklandi til að lágmarka sem kostur er kolefnisspor framleiðslunnar. Þá er um fjórðungur allra efna í farþegarými úr endurunnum efnum auk þess sem hægt er að endurvinna um 90% bílsins að loknum líftíma hans í umferðinni.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira