Nokkur orð um sátt og sektir Hörður Felix Harðarson skrifar 6. september 2023 11:00 Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun