Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2023 11:00 Foreldrar og forráðamenn í Kársnesskóla voru varaðir við einstaklingi sem væri ekki æskilegt að börn væru í kringum. Google Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira