Hvetja til opinnar umræðu án fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2023 14:01 Stjórn Hinseginfélags FG sem stóð í síðustu viku fyrir Super-Smash-Bros-móti. Hinseginfélag FG Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tilefnið er nýlegt blogg Páls um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólanum sem skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sá sig knúinn til að senda tölvupóst til nemenda og forráðamanna þeirra í skólanum. Kristinn Þorsteinsson skólameistari sagði skrif Páls hafa valdið skólanum skaða sem væri þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. „Málfrelsi er líka mannréttindi en málfrelsið nær ekki yfir að meiða, smána eða valda öðrum sársauka og vanlíðan með opinberum skrifum. Slíkt getur brotið gegn grein númer 233 í almennum hegningarlögum,“ segir í tilkynningu frá Hinseginfélagi FG. „Samkvæmt siðareglum Kennarasambands Íslands ber kennurum bæði að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og að gæta að framkomu sinni á opinberum vettvangi. Umræða um hinsegin málefni, málefni trans fólks og fleiri minnihlutahópa hér á landi virðist fylgja sama mynstri og víða erlendis á þann hátt að umburðarlyndi er að minnka og fordómar og hatursorðræða eru að aukast. Það er ótrúlega sorglegt,“ segir í tilkynningunni. Hinseginfélag FG hvetur til opinnar umræðu án fordóma og fyrirlitningar um málefni hinsegin, trans fólks og annarra hópa fólks. Slík umræða er leiðin til gagnkvæmrar virðingar og er um leið gæðastimpill á samfélagið. Fordómar mega ekki eiga sér vísan stað í íslensku samfélagi. Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tilefnið er nýlegt blogg Páls um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólanum sem skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sá sig knúinn til að senda tölvupóst til nemenda og forráðamanna þeirra í skólanum. Kristinn Þorsteinsson skólameistari sagði skrif Páls hafa valdið skólanum skaða sem væri þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. „Málfrelsi er líka mannréttindi en málfrelsið nær ekki yfir að meiða, smána eða valda öðrum sársauka og vanlíðan með opinberum skrifum. Slíkt getur brotið gegn grein númer 233 í almennum hegningarlögum,“ segir í tilkynningu frá Hinseginfélagi FG. „Samkvæmt siðareglum Kennarasambands Íslands ber kennurum bæði að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og að gæta að framkomu sinni á opinberum vettvangi. Umræða um hinsegin málefni, málefni trans fólks og fleiri minnihlutahópa hér á landi virðist fylgja sama mynstri og víða erlendis á þann hátt að umburðarlyndi er að minnka og fordómar og hatursorðræða eru að aukast. Það er ótrúlega sorglegt,“ segir í tilkynningunni. Hinseginfélag FG hvetur til opinnar umræðu án fordóma og fyrirlitningar um málefni hinsegin, trans fólks og annarra hópa fólks. Slík umræða er leiðin til gagnkvæmrar virðingar og er um leið gæðastimpill á samfélagið. Fordómar mega ekki eiga sér vísan stað í íslensku samfélagi.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira