Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 10:22 Fólk skoðar hergögn sem her Aserbaídsjan tók af Armenum í átökunum árið 2020. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023 Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira