Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 11:50 Guðmundur Kristjánsson og Brim felldu Samkeppniseftirlitið og nú telur það forsendur samnings við matvælaráðuneytið brostnar. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Vísir/Vilhelm/Arnar Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13