Giannis Antetokounmpo útilokar ekki að yfirgefa Bucks Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 09:57 Giannis Antetokounmpo flexar bísann. Kenyon Martin Jr. er ekki heillaður af góðu formi Giannis Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo hristi aðeins upp í NBA heiminum á dögunum þegar hann var gestur í hlaðvarpinu 48 minutes. Þar lét hann þau orð falla að ef hann ætti betri möguleika á vinna titilinn annarsstaðar yrði hann að taka honum. „Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
„Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti