Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:57 Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka mun verðbólga hjaðna á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira