DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 06:43 Aðrar kappræður Repúblikanaflokksins fyrir forvalið fóru fram í gærkvöldi. Getty/Justin Sullivan Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira