Nýtt ofurlið í NBA-deildinni eftir Lillard skiptin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:00 Það verður ekki auðvelt að stoppa bæði Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo í vetur. Getty/Alika Jenner Damian Lillard er orðinn leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta eftir risaskipti milli þriggja félaga í gær. Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Lillard hefur verið orðaður við Miami Heat í marga mánuði en Portland Trail Blazers sætti sig ekki við tilboð Miami og vildi alls ekki skipta honum þangað. BREAKING: Damian Lillard is being traded to the Bucks, per @wojespn pic.twitter.com/boKbDW4fzp— Bleacher Report (@BleacherReport) September 27, 2023 Í stað þess verður Lillard liðsfélagi Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks. Hinn 33 ára gamli bakvörður ætti því að fá loksins alvöru möguleika á því að vinna NBA titilinn í fyrsta sinn. Þeir mynda nefnilega þarna nýtt ofurlið í NBA deildinni og að sjálfsögðu voru veðbankar fljótir að setja Bucks liðið sem það sigurstranglegasta á komandi tímabili. Það þurfti hjálp frá Phoenix Suns til að koma þessum leikmannaskiptum í gær. Milwaukee Bucks fær Lillard en á móti fær Portland Trail Blazers leikmennina Jrue Holiday, Deandre Ayton og Toumani Camara auk þess að fá valrétt Buck í fyrstu umferð nýliðavalsins 2029 og tvo aðra valrétt frá 2028 og 2030. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Phoenix Suns fær síðan leikmennina Jusuf Nurkic, Grayson Allen, Nassir Little og Keon Johnson. Það er búist við því að Portland reyni að skipta Jrue Holiday áfram til annars liðs. Holiday hafði aðeins daginn áður tilkynnt að hann vildi spila fyrir Milwaukee Bucks út ferilinn en það breyttist snögglega. Það er ljóst að þarna sameinast tveir af bestu leikmönnum NBA deildarinnar og leikmenn sem ættu að passa mjög vel saman. Giannis Antetokounmpo var með 31,1 stig, 11,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en Damian Lillard var þá með 32,2 stig, 4,8 fráköst og 7,3 stoðsendingar í leik. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira