Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 28. september 2023 14:30 Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skipulag Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar