Jón Steinar tekur upp hanskann Sævar Þór Jónsson skrifar 29. september 2023 07:31 Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum birti Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gagnrýni á fréttaflutning RÚV í tengslum við dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nokkru þar sem sakborningi var ekki gerð refsing sökum ósakhæfis. Fréttaflutningurinn var í raun viðtal við brotaþola í málinu en málið varðaði gróft og ítrekað ofbeldi í nánu sambandi. Þess má geta að dómurinn vakti athygli fleiri fjölmiðla og var fjallað um hann á nokkrum stöðum. Umfjöllun RÚV var meira í ætt við það sem kalla má umfjöllun af mannlegum toga (e. human interest) heldur en beinn fréttaflutningur. Gagnrýni Jóns Steinars laut að því að umfjöllunin hafi verið einhliða út frá upplifun og sjónarhóli brotaþola, ekki hafi verið gætt þess að fjalla um forsendur dómsins, einkum ástæður þess að sakborningi var ekki dæmd refsing og, eins og hann sjálfur komst að orði, hafi sjálfsagt flestir talið að mannvonsku dómarans hafi verið um að kenna að manninum var ekki refsað. Kastaði Jón Steinar meira að segja fram þeirri spurningu hvort þetta félli undir það sem kallað er æsifréttamennska. Með þessu finnst mér verið að slá ryki í augu lesenda og beina sjónum þeirra frá því sem viðtalið er raunverulega að fjalla um, sem er bágborin staða brotaþola í réttarvörslukerfinu. Þótt Hæstaréttardómarinn fyrrverandi hafi séð sig knúinn til þess að taka upp hanskann fyrir fyrrverandi kollega og benda á forsendur þess að refsing var ekki dæmd, þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið. Dómarinn dæmir eftir lögunum en álitaefnið er hvort lögin séu rétt og sanngjörn. Eða nánar tiltekið í þessu tilviki hvort réttarstaða brotaþola, einkum í ofbeldis- og kynferðisbrotum, sé nægilega tryggði í núgildandi lögum. Upprunalega voru mannréttindi lögfest í því skyni að vernda borgarana fyrir afskiptum ríkisvaldsins. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar lýðveldisins Íslands er af sömu rót sprottinn. Í þeim anda þróuðust reglur um réttláta málsmeðferð fyrir dómi en fókus þeirra reglna hefur frá upphafi verið á réttarstöðu þess aðila sem borinn er sökum og að hann fái réttláta meðferð. Sakborningur á rétt á verjanda, aðgang að gögnum, hann getur fengið niðurstöðu neðra dómstigs endurskoðaða af öðru dómstigi o.s.frv. Þessar reglur eiga auðvitað rétt á sér og eru óumdeildar. Þolendur afbrota aftur á móti njóta ekki sömu stöðu í réttarvörslukerfinu. Staða þeirra er takmörkuð og sýnir aðstöðu þeirra oft lítinn skilning. Brotaþolar eru ekki aðilar að sakamáli og njóta þarf af leiðandi ekki sömu réttinda og sökunautur. Brotaþoli hefur ekki sama rétt til aðgangs að gögnum málsins, hann má heldur ekki tjá sig munnlega fyrir dómi um kröfur ákæruvaldsins og hendur hans eru að mestu leyti bundnar við einkaréttarlegar kröfur hans, hafi hann þær á annað borð uppi. Hér er verið að tala um bótakröfu sem að réttargæslumenn brotaþola gera öllu jafna. Þá hefur brotaþoli almennt lítið um það að segja hvort ákæra sé gefin út eða hvort sýknudómi í héraði sé áfrýjað til æðri dóms. Upplifun brotaþola er oft sú að þeir hafi lítið vægi og enn minni áhrif á meðferð sakamála – máls sem snýst um atvik í lífi brotaþolans sjálfs og sem hefur, einkum í tilviki ofbeldis- og kynferðisbrota, haft áhrif á líf hans með afgerandi hætti. Þolandinn er vanmáttugur og bjargráðalaus. Ekki bætir út skák að miskabætur til handa brotaþolum eru afar lágar hér á landi. Upplifun brotaþola getur því stundum verið sú að þeir séu afgangsstærð í réttarvörslukerfinu og þeir upplifa hvorki sanngirni né að réttlætið hafi náð fram að ganga. Annar fyrrverandi Hæstaréttardómari, Hjördís Björk Hákonardóttir, skrifaði um traust til dómstóla í aðsendri grein sem birtist í Kjarnanum árið 2020. Tilefnið var mæling þjóðarpúls Gallups á trausti almennings til dómstóla. Þótt Hjördísi hafi þótt niðurstöður þjóðarpúlsins óverðskuldaðar þá tók hún fram að ásýnd hafi áhrif á traust og ásýnd skipti máli. Í því samhengi vísar hún til orðanna að ekki sé fullnægjandi að réttlætis sé í raun gætt heldur verði það einnig að sjást. Í maí 2019 gerði Hildar Fjólu Antonsdóttur greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola sem unnin var fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í greinargerðinni var vakið máls á framangreindum atriðum og gerðar tillögur til úrbóta. Sumt af því hefur gengið eftir en ekki allt. Það er afar brýnt að áfram verði unnið að úrbótum á þessu sviði. Lögin eiga að tryggja réttlæti og traust almennings til dómstóla helst í hendur við það hversu réttlætið er sýnilegt. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar