Hvaða snillingur fann þetta upp? Jón Daníelsson skrifar 30. september 2023 20:00 Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun